Söngkonur í aðalhlutverki 15. október 2008 03:30 Myrra Rós Þrastardóttir er ein þeirra söngkvenna sem skipa Trúbatrixur og munu koma fram á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október, samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni. „Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri," segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. Hópnum var boðið að halda tveggja daga „mini festival" á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni, eftir að þær héldu vel heppnað tónleikakvöld þar í september. „Það kostar mjög mikið á Airwaves og sumir hafa bara ekki efni á því. Eins og ástandið er í landinu í dag fannst okkur það rosalega vel við hæfi að hafa frítt inn, en við verðum með fjáröflun þar sem fólk getur gefið frjáls framlög ef það langar til," útskýrir Myrra, en auk þjóðþekktra söngkvenna á borð við Lay Low, Dísu, Fabúlu og Ellen Kristjáns verður framinn gjörningur, stiginn magadans og boðið upp á vöfflur og með því. Erlendir aðilar hafa staðfest komu sína og hún segir hátíðina aðeins vera byrjun á fleiri tónleikum hjá Trúbatrixum. „Við bindum okkur ekki eingöngu við Reykjavík. Við ætlum að syngja í Keflavík, það er á döfinni að fara til Þýskalands og svo er stefnan að halda þetta í Ástralíu næsta sumar," segir Myrra að lokum. - ag Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri," segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. Hópnum var boðið að halda tveggja daga „mini festival" á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni, eftir að þær héldu vel heppnað tónleikakvöld þar í september. „Það kostar mjög mikið á Airwaves og sumir hafa bara ekki efni á því. Eins og ástandið er í landinu í dag fannst okkur það rosalega vel við hæfi að hafa frítt inn, en við verðum með fjáröflun þar sem fólk getur gefið frjáls framlög ef það langar til," útskýrir Myrra, en auk þjóðþekktra söngkvenna á borð við Lay Low, Dísu, Fabúlu og Ellen Kristjáns verður framinn gjörningur, stiginn magadans og boðið upp á vöfflur og með því. Erlendir aðilar hafa staðfest komu sína og hún segir hátíðina aðeins vera byrjun á fleiri tónleikum hjá Trúbatrixum. „Við bindum okkur ekki eingöngu við Reykjavík. Við ætlum að syngja í Keflavík, það er á döfinni að fara til Þýskalands og svo er stefnan að halda þetta í Ástralíu næsta sumar," segir Myrra að lokum. - ag
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira