Til að læra þarf að upplýsa um mistökin Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. október 2008 00:01 Göfugt er að fyrirgefa og þá er iðrunin ekki síður mikilvæg þegar fólk hefur farið út af sporinu og rangar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægt er hins vegar, áður en til slíkra uppgjöra kemur, að fyrir liggi hvað er verið að fyrirgefa eða hvers sé iðrast. Í þeim ógöngum sem þjóðin hefur ratað í með fjármálakerfi sitt hefur síðustu daga stundum verið haft á orði að nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga. Nú sé tími aðgerða og viðbragða til að forða meiri skaða. Til lítils er að segja þetta fólki sem horfir upp á sína nánustu eða er sjálft að missa vinnuna, eða býr við nagandi óvissu um ævisparnaðinn. Fólk vill vita hvernig hlutir gátu farið svo aflaga og það vill draga einhvern til ábyrgðar. Þá er leitin að sökudólgi hluti af viðleitninni til að læra af reynslunni og af henni verður ekki dreginn mikill lærdómur nema upplýst verði hvar hlutir fóru aflaga. Reiði yfir því sem aflaga fór er eðlileg tilfinning og getur verið hluti af ákveðnu bataferli, jafnvel drifkraftur til aðgerða. Gæta þarf samt að því að hún verði ekki niðurrifsafl beint að ósekju á einstaklinga, eða í röngu hlutfalli við þá sök sem viðkomandi kann að bera. Gildir þá einu hvort þar er um að ræða „útrásarvíkinga“ eða embættis- og stjórnmálamenn. Tilfellið er að það er tiltölulega auðvelt að vera vitur eftir á. Útrásarvíkingarnir sem byggðu upp öfluga banka og fyrirtæki í útlöndum hefðu átt að fara varlegar úr því að á brast heimsfjármálakreppa. Umfang hennar sá bara enginn fyrir. Ekki heldur stjórnendur risastórra útlendra banka sem farið hafa á hausinn, eða ríkisstjórnir annars staðar á Vesturlöndum sem nú veita milljörðum í tugþúsundatali inn í fjármálakerfi landa sinna í von um að snúa megi við þróuninni og forða enn alvarlegri hamförum fyrir heimshagkerfið. Hér heima höfum við hins vegar búið og búum enn við brotalamir sem gerðu lausafjárkreppu heimsins enn þungbærari. Gjaldmiðillinn er lítill og brothættur og látið hafði verið hjá líða að byggja upp það bakland sem þörf var á fyrir fjármálastarfsemina sem þjóðin þó var svo stolt af og átti að vera einn af helstu tekjustofnum hennar til framtíðar. Þá hlýtur að vera eitthvað bogið við regluverk sem heimilar einkafyrirtæki að setja smáþjóð í ábyrgð fyrir svo umfangsmikilli starfsemi í útlöndum að komið geti alvarlega niður á þjóðarhag, líkt og raunin virðist hafa verið með innlánastarfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Hafi verið farið fram úr heimildum eða eftirlitsstofnanir, hvort heldur það er hér heima eða erlendis, sofið á verðinum þarf það líka að koma upp á yfirborðið, um leið og regluverkið sjálft kemur til endurskoðunar. Þá þarf líka að horfast í augu við ábyrgð ráðamanna þegar kemur að yfirlýsingum sem ýtt hafa getað undir vandann, já eða skorti á yfirlýsingum, líkt og þegar heill dagur var látinn líða án þess að svara yfirlýsingum breskra stjórnvalda um að Íslendingar ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi innstæðueigendur í útlöndum. Fara þarf ofan í saumana á peningamálastefnunni og því hvernig Seðlabankinn stóð að því að tryggja hér (já, eða ekki) fjármálastöðugleika. Eftir stendur að regluverk það sem við búum hér við er það sama og er í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu og ekki er vitað betur en að fyrirtæki landsins hafi starfað innan þess ramma sem þeim er settur. Nú ríður á að horfast í augu við mistökin og taka um leið stefnuna til nýrrar framtíðar. Og þá þarf að koma til verka fólki sem líklegt þykir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Göfugt er að fyrirgefa og þá er iðrunin ekki síður mikilvæg þegar fólk hefur farið út af sporinu og rangar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægt er hins vegar, áður en til slíkra uppgjöra kemur, að fyrir liggi hvað er verið að fyrirgefa eða hvers sé iðrast. Í þeim ógöngum sem þjóðin hefur ratað í með fjármálakerfi sitt hefur síðustu daga stundum verið haft á orði að nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga. Nú sé tími aðgerða og viðbragða til að forða meiri skaða. Til lítils er að segja þetta fólki sem horfir upp á sína nánustu eða er sjálft að missa vinnuna, eða býr við nagandi óvissu um ævisparnaðinn. Fólk vill vita hvernig hlutir gátu farið svo aflaga og það vill draga einhvern til ábyrgðar. Þá er leitin að sökudólgi hluti af viðleitninni til að læra af reynslunni og af henni verður ekki dreginn mikill lærdómur nema upplýst verði hvar hlutir fóru aflaga. Reiði yfir því sem aflaga fór er eðlileg tilfinning og getur verið hluti af ákveðnu bataferli, jafnvel drifkraftur til aðgerða. Gæta þarf samt að því að hún verði ekki niðurrifsafl beint að ósekju á einstaklinga, eða í röngu hlutfalli við þá sök sem viðkomandi kann að bera. Gildir þá einu hvort þar er um að ræða „útrásarvíkinga“ eða embættis- og stjórnmálamenn. Tilfellið er að það er tiltölulega auðvelt að vera vitur eftir á. Útrásarvíkingarnir sem byggðu upp öfluga banka og fyrirtæki í útlöndum hefðu átt að fara varlegar úr því að á brast heimsfjármálakreppa. Umfang hennar sá bara enginn fyrir. Ekki heldur stjórnendur risastórra útlendra banka sem farið hafa á hausinn, eða ríkisstjórnir annars staðar á Vesturlöndum sem nú veita milljörðum í tugþúsundatali inn í fjármálakerfi landa sinna í von um að snúa megi við þróuninni og forða enn alvarlegri hamförum fyrir heimshagkerfið. Hér heima höfum við hins vegar búið og búum enn við brotalamir sem gerðu lausafjárkreppu heimsins enn þungbærari. Gjaldmiðillinn er lítill og brothættur og látið hafði verið hjá líða að byggja upp það bakland sem þörf var á fyrir fjármálastarfsemina sem þjóðin þó var svo stolt af og átti að vera einn af helstu tekjustofnum hennar til framtíðar. Þá hlýtur að vera eitthvað bogið við regluverk sem heimilar einkafyrirtæki að setja smáþjóð í ábyrgð fyrir svo umfangsmikilli starfsemi í útlöndum að komið geti alvarlega niður á þjóðarhag, líkt og raunin virðist hafa verið með innlánastarfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Hafi verið farið fram úr heimildum eða eftirlitsstofnanir, hvort heldur það er hér heima eða erlendis, sofið á verðinum þarf það líka að koma upp á yfirborðið, um leið og regluverkið sjálft kemur til endurskoðunar. Þá þarf líka að horfast í augu við ábyrgð ráðamanna þegar kemur að yfirlýsingum sem ýtt hafa getað undir vandann, já eða skorti á yfirlýsingum, líkt og þegar heill dagur var látinn líða án þess að svara yfirlýsingum breskra stjórnvalda um að Íslendingar ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi innstæðueigendur í útlöndum. Fara þarf ofan í saumana á peningamálastefnunni og því hvernig Seðlabankinn stóð að því að tryggja hér (já, eða ekki) fjármálastöðugleika. Eftir stendur að regluverk það sem við búum hér við er það sama og er í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu og ekki er vitað betur en að fyrirtæki landsins hafi starfað innan þess ramma sem þeim er settur. Nú ríður á að horfast í augu við mistökin og taka um leið stefnuna til nýrrar framtíðar. Og þá þarf að koma til verka fólki sem líklegt þykir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun