Innlent

Risastór tarantúla í Reykjanesbæ

Tarantúlur eru ekki smáar en gæfar.
Tarantúlur eru ekki smáar en gæfar.

Við húsleit í Reykjanesbæ i kvöld fundu lögreglumenn um 3 grömm af meintu hassi og eina tarantúlu af stærstu gerð.

Tarantúlan var færð á lögreglustöðina í örugga geymslu. Ekki er vitað um uppruna tarantúlunnar eða hvernig komið var með hana til landsins en eigandinn hafði hana sem gæludýr á heimili sínu í glerbúri og fóðraði hana á músum.

Lögreglumaður í Reykjanesbæ sagði að kvikindið væri risastórt og illilegt. Tarantúlur eru þó vinsæl gæludýr erlendis og virðast bara nokkuð gæfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×