Orrustan um Ísland Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. desember 2008 04:00 Þetta var klassískur Davíð. Stefna hans hafði beðið algjört og varanlegt skipbrot. Með hann við stýrið lá þjóðarskútan brotin í spón upp við klett og íslenska þjóðin ekki bara rúin inn að skinni heldur fordæmd og fyrirlitin í öllum þeim löndum sem hún hefur þráð viðurkenningu hjá allt frá því að hún fór fyrst að tifa óstyrkum fótum. Það stóð sem sé ekki til að borga. Það átti ekki að virða skuldbindingar. Viðkvæðið skyldi vera: Við bara getum þetta ekki og þetta er ekki sanngjarnt því mennirnir sem stofnuðu til skuldanna eru óreiðumenn. Þessi lína gekk ekki - að sjálfsögðu ekki! Davíð var kannski að brillera hér eftir Vínarsagnakerfinu en það var bara óvart verið að spila eftir Blue Club. Planið var að styggja helstu vina- og nágrannaþjóðir í þeirri von að þær myndu senn yppa öxlum: Æ, þessir Íslendingar. Það þýðir ekkert að eiga við þá - þeir eru svo klókir, og líka svo skemmtilegir og snjallir - og ríkið skuldar svo lítið í raun fyrir utan óreiðumennina, við sleppum þeim í þetta sinn með áminningu og tökum bara sjálf skellinn … Sem sagt: Lína Davíðs. Og henni var framfylgt af ríkisstjórninni - og stjórnaandstöðu og forseta. Og það var klassískur Davíð sem blasti við okkur á viðskiptaþingi þegar hann þurfti að standa fyrir máli sínu eftir skellinn. Þarna voru allir fjölmiðlar - troðfullur salur - hvað er til ráða? Hann skammar Baug. Hann snýr fókusnum. Orrustan um Ísland geisar enn. Hann lætur málið enn snúast um Baug eða sig: Með hvorum heldurðu? Samt held ég að leitun sé á þeim Íslendingi sem ekki tekur undir með Merði Valgarðssyni í Njálu þegar hann segir um bardaga tveggja manna: „Þar eigast þeir einir við sem eg hirði aldrei hverjir drepast." Ábyrgð eða sekt@Megin-Ol Idag 8,3p :Jón Ásgeir og viðskiptafélagar voru óreiðumenn, fjárglæframenn, fjárhættuspilarar og gott ef ekki götustrákar. Það bara breytir engu um óhæfi Davíðs Oddssonar í embætti seðlabankastjóra. Hann er ekki rauði riddarinn að berjast við svarta riddarann. Að minnsta kosti ekki fyrir mig.Valdastéttin í landinu virðist hreinlega ekki geta komið því inn í hausinn á sér hversu kúguppgefin íslenska þjóðin er á henni. Kannski er það vegna þess að valdastéttin hefur aldrei þurft að sækja umboð sitt til þjóðar - bara flokks og klíku.Íslenskir embættismenn og stjórnmálamenn hafa því aldrei skilið - ekki einu sinni núna - að sitt er hvað sekt og ábyrgð. Ráðherra á að axla ábyrgð þegar þannig hefur verið haldið á málum í málaflokki sem undir hann heyrir að embættið nýtur ekki lengur trausts. Þess vegna segir til dæmis innanríkisráðherra Indlands nú af sér í kjölfar ódæðanna í Mumbai, þó að engum detti í hug að hann eigi þar persónulega hlut að máli. Þegar landið verður fyrir stórkostlega fjárhagslegu skakkafalli í hvert sinn sem seðlabankastjóri tekur til máls á vitanlega að sjá til þess að viðkomandi taki ekki oftar til máls - sem seðlabankastjóri. Stofni hann svo endilega stjórnmálaflokk með Styrmi og Ólafi Ragnari og hinum Evrópuandstæðingunum. Þegar ekki tekst betur til en svo við setningu gjaldeyrislaga en að útlendingum er beinlínis bannað að fjárfesta í landinu (þeim sem eru nægilega klikk til þess) - og er sögð valda því handvömm - svo aðeins séu rifjuð upp allra nýjasta snilldin úr íslenska stjórnkerfinu - þá er það eina sem heyrist þaðan bara eitt „úps".Þá fyrst …Þjóðin þráir að orrustunni linni um Ísland og allir riddararnir hverfi - fari eitthvað lengst í burt. Allir. Íslendingar eiga nóg af hæfu fólki.Þau sem tóku til máls í Háskólabíói voru kannski ekki "þjóðin" í strangasta lýðræðisskilningi en voru þau samt verðugri fulltrúar þess sem hugsað er í landinu en þingmennirnir sem sátu þarna gneypir? Eða ríkisstjórnin sem svaraði luntalega sjálfsögðum spurningum - fyrir utan Þorgerði Katrínu og Össur sem helst virtust ráða við að mæta slíkum fundi. Ráðamenn, hvort heldur þeir eru á þingi eða í stofnunum samfélagsins, hafa glatað umboði sínu til verka. Það gerðu þeir daginn sem íslenska þjóðin missti fjárráðin í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Öllu varðar að Íslendingar fái loks raunverulegt alþingi með raunverulegum fulltrúum sínum sem gefi síðan raunverulega starfhæfri ríkisstjórn raunverulegt umboð til raunverulegra umbóta. Þá fyrst er kannski hægt að ræða fórnirnar sem þjóðin á að færa til að bæta fyrir afbrotin og afglöpin sem hún framdi ekki. Þá fyrst er hægt að hefja endurreisnina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Þetta var klassískur Davíð. Stefna hans hafði beðið algjört og varanlegt skipbrot. Með hann við stýrið lá þjóðarskútan brotin í spón upp við klett og íslenska þjóðin ekki bara rúin inn að skinni heldur fordæmd og fyrirlitin í öllum þeim löndum sem hún hefur þráð viðurkenningu hjá allt frá því að hún fór fyrst að tifa óstyrkum fótum. Það stóð sem sé ekki til að borga. Það átti ekki að virða skuldbindingar. Viðkvæðið skyldi vera: Við bara getum þetta ekki og þetta er ekki sanngjarnt því mennirnir sem stofnuðu til skuldanna eru óreiðumenn. Þessi lína gekk ekki - að sjálfsögðu ekki! Davíð var kannski að brillera hér eftir Vínarsagnakerfinu en það var bara óvart verið að spila eftir Blue Club. Planið var að styggja helstu vina- og nágrannaþjóðir í þeirri von að þær myndu senn yppa öxlum: Æ, þessir Íslendingar. Það þýðir ekkert að eiga við þá - þeir eru svo klókir, og líka svo skemmtilegir og snjallir - og ríkið skuldar svo lítið í raun fyrir utan óreiðumennina, við sleppum þeim í þetta sinn með áminningu og tökum bara sjálf skellinn … Sem sagt: Lína Davíðs. Og henni var framfylgt af ríkisstjórninni - og stjórnaandstöðu og forseta. Og það var klassískur Davíð sem blasti við okkur á viðskiptaþingi þegar hann þurfti að standa fyrir máli sínu eftir skellinn. Þarna voru allir fjölmiðlar - troðfullur salur - hvað er til ráða? Hann skammar Baug. Hann snýr fókusnum. Orrustan um Ísland geisar enn. Hann lætur málið enn snúast um Baug eða sig: Með hvorum heldurðu? Samt held ég að leitun sé á þeim Íslendingi sem ekki tekur undir með Merði Valgarðssyni í Njálu þegar hann segir um bardaga tveggja manna: „Þar eigast þeir einir við sem eg hirði aldrei hverjir drepast." Ábyrgð eða sekt@Megin-Ol Idag 8,3p :Jón Ásgeir og viðskiptafélagar voru óreiðumenn, fjárglæframenn, fjárhættuspilarar og gott ef ekki götustrákar. Það bara breytir engu um óhæfi Davíðs Oddssonar í embætti seðlabankastjóra. Hann er ekki rauði riddarinn að berjast við svarta riddarann. Að minnsta kosti ekki fyrir mig.Valdastéttin í landinu virðist hreinlega ekki geta komið því inn í hausinn á sér hversu kúguppgefin íslenska þjóðin er á henni. Kannski er það vegna þess að valdastéttin hefur aldrei þurft að sækja umboð sitt til þjóðar - bara flokks og klíku.Íslenskir embættismenn og stjórnmálamenn hafa því aldrei skilið - ekki einu sinni núna - að sitt er hvað sekt og ábyrgð. Ráðherra á að axla ábyrgð þegar þannig hefur verið haldið á málum í málaflokki sem undir hann heyrir að embættið nýtur ekki lengur trausts. Þess vegna segir til dæmis innanríkisráðherra Indlands nú af sér í kjölfar ódæðanna í Mumbai, þó að engum detti í hug að hann eigi þar persónulega hlut að máli. Þegar landið verður fyrir stórkostlega fjárhagslegu skakkafalli í hvert sinn sem seðlabankastjóri tekur til máls á vitanlega að sjá til þess að viðkomandi taki ekki oftar til máls - sem seðlabankastjóri. Stofni hann svo endilega stjórnmálaflokk með Styrmi og Ólafi Ragnari og hinum Evrópuandstæðingunum. Þegar ekki tekst betur til en svo við setningu gjaldeyrislaga en að útlendingum er beinlínis bannað að fjárfesta í landinu (þeim sem eru nægilega klikk til þess) - og er sögð valda því handvömm - svo aðeins séu rifjuð upp allra nýjasta snilldin úr íslenska stjórnkerfinu - þá er það eina sem heyrist þaðan bara eitt „úps".Þá fyrst …Þjóðin þráir að orrustunni linni um Ísland og allir riddararnir hverfi - fari eitthvað lengst í burt. Allir. Íslendingar eiga nóg af hæfu fólki.Þau sem tóku til máls í Háskólabíói voru kannski ekki "þjóðin" í strangasta lýðræðisskilningi en voru þau samt verðugri fulltrúar þess sem hugsað er í landinu en þingmennirnir sem sátu þarna gneypir? Eða ríkisstjórnin sem svaraði luntalega sjálfsögðum spurningum - fyrir utan Þorgerði Katrínu og Össur sem helst virtust ráða við að mæta slíkum fundi. Ráðamenn, hvort heldur þeir eru á þingi eða í stofnunum samfélagsins, hafa glatað umboði sínu til verka. Það gerðu þeir daginn sem íslenska þjóðin missti fjárráðin í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Öllu varðar að Íslendingar fái loks raunverulegt alþingi með raunverulegum fulltrúum sínum sem gefi síðan raunverulega starfhæfri ríkisstjórn raunverulegt umboð til raunverulegra umbóta. Þá fyrst er kannski hægt að ræða fórnirnar sem þjóðin á að færa til að bæta fyrir afbrotin og afglöpin sem hún framdi ekki. Þá fyrst er hægt að hefja endurreisnina.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun