Ferrari breytir um herfræði í lokamótunum 7. október 2008 11:13 Ferrari gerði afdrifarík mistök í þjónustuhléi í síðasta móti og Felipe Massa fékk engin stig úr mótinu. Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti, í Singapúr. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónustuhléi væri ekki lokið. Stefano Domenicali segir að öruggast sé að hætta notkun ljósabúnaðarins í síðustu mótum ársins til að skapa öryggi og minnka möguleika á óhöppum. Massa var í forystuhlutverki þegar atvikið kom upp í Singapúr mótinu Massa var einu stigi á eftir Lewis Hamilton fyrir síðasta móti, en eftir klúður í þjónustuhléi þar sem Massa dró á eftir sér bensínslönguna fékk hann engin stig. Lewis Hamilton er sjö stigum á undan Massa eftir mótið í Singapúr. Hann varð í þriðja sæti í mótinu og vann sér inn dýrmæt stig. Í mótinu í Japan um næstu helgi þá mun Ferrari beita sömu aðferð í þjónustuhléum og önnur lið hafa gert á árinu. Ferrari ætlaði að græða sekúndubrot með notkun ljósabúnaðarins, en tekur upp gömlu aðferðina, notar mann með skilti sem hleypir Massa og Kimi Raikkönen af stað í þjónustuhléum. Sú aðferð hefur verið notuð í áratugi með ágætum árangri. Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti, í Singapúr. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónustuhléi væri ekki lokið. Stefano Domenicali segir að öruggast sé að hætta notkun ljósabúnaðarins í síðustu mótum ársins til að skapa öryggi og minnka möguleika á óhöppum. Massa var í forystuhlutverki þegar atvikið kom upp í Singapúr mótinu Massa var einu stigi á eftir Lewis Hamilton fyrir síðasta móti, en eftir klúður í þjónustuhléi þar sem Massa dró á eftir sér bensínslönguna fékk hann engin stig. Lewis Hamilton er sjö stigum á undan Massa eftir mótið í Singapúr. Hann varð í þriðja sæti í mótinu og vann sér inn dýrmæt stig. Í mótinu í Japan um næstu helgi þá mun Ferrari beita sömu aðferð í þjónustuhléum og önnur lið hafa gert á árinu. Ferrari ætlaði að græða sekúndubrot með notkun ljósabúnaðarins, en tekur upp gömlu aðferðina, notar mann með skilti sem hleypir Massa og Kimi Raikkönen af stað í þjónustuhléum. Sú aðferð hefur verið notuð í áratugi með ágætum árangri.
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira