Ferrari breytir um herfræði í lokamótunum 7. október 2008 11:13 Ferrari gerði afdrifarík mistök í þjónustuhléi í síðasta móti og Felipe Massa fékk engin stig úr mótinu. Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti, í Singapúr. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónustuhléi væri ekki lokið. Stefano Domenicali segir að öruggast sé að hætta notkun ljósabúnaðarins í síðustu mótum ársins til að skapa öryggi og minnka möguleika á óhöppum. Massa var í forystuhlutverki þegar atvikið kom upp í Singapúr mótinu Massa var einu stigi á eftir Lewis Hamilton fyrir síðasta móti, en eftir klúður í þjónustuhléi þar sem Massa dró á eftir sér bensínslönguna fékk hann engin stig. Lewis Hamilton er sjö stigum á undan Massa eftir mótið í Singapúr. Hann varð í þriðja sæti í mótinu og vann sér inn dýrmæt stig. Í mótinu í Japan um næstu helgi þá mun Ferrari beita sömu aðferð í þjónustuhléum og önnur lið hafa gert á árinu. Ferrari ætlaði að græða sekúndubrot með notkun ljósabúnaðarins, en tekur upp gömlu aðferðina, notar mann með skilti sem hleypir Massa og Kimi Raikkönen af stað í þjónustuhléum. Sú aðferð hefur verið notuð í áratugi með ágætum árangri. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti, í Singapúr. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónustuhléi væri ekki lokið. Stefano Domenicali segir að öruggast sé að hætta notkun ljósabúnaðarins í síðustu mótum ársins til að skapa öryggi og minnka möguleika á óhöppum. Massa var í forystuhlutverki þegar atvikið kom upp í Singapúr mótinu Massa var einu stigi á eftir Lewis Hamilton fyrir síðasta móti, en eftir klúður í þjónustuhléi þar sem Massa dró á eftir sér bensínslönguna fékk hann engin stig. Lewis Hamilton er sjö stigum á undan Massa eftir mótið í Singapúr. Hann varð í þriðja sæti í mótinu og vann sér inn dýrmæt stig. Í mótinu í Japan um næstu helgi þá mun Ferrari beita sömu aðferð í þjónustuhléum og önnur lið hafa gert á árinu. Ferrari ætlaði að græða sekúndubrot með notkun ljósabúnaðarins, en tekur upp gömlu aðferðina, notar mann með skilti sem hleypir Massa og Kimi Raikkönen af stað í þjónustuhléum. Sú aðferð hefur verið notuð í áratugi með ágætum árangri.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira