Erlent

Sauðdrukkinn sofandi skipstjóri -og dallurinn á fullri ferð

Óli Tynes skrifar
Fragtarinn Little Jane.
Fragtarinn Little Jane.

Dönsku lögreglumönnum tókst með snarræði af afstýra slysi þegar skipstjórinn á 800 tonna hollensku flutningaskipi sofnaði sauðdrukkinn í brúnni.

Skipið Little Jane var á leið í gegnum þröngt sundið milli Sjálands og Svíþjóðar og hélt ekki réttri stefnu.

Þegar skipið nálgaðist danska bæinn Hornbæk var sýnilegt að það myndi sigla beint á land.

Eftir árangurslausar tilraunir til þess að ná sambandi um talstöð fóru danskir lögreglumenn hraðbát í veg fyrir það.

Þeim tókst að komast um borð og upp í brúna þar sem þeir stöðvuðu vélarnar. Það truflaði í engu svefn skipstjórans sem lá og hraut á bekk í brúnni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×