Erlent

Telja rottur með gervihnöttum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kengúrurotturnar eru töluvert stærri en þessi krútt þótt þær séu að mestu meinlausar.
Kengúrurotturnar eru töluvert stærri en þessi krútt þótt þær séu að mestu meinlausar.

Kaliforníuríki verður fyrsta ríki heimsins til að fylgjast með tegundum í útrýmingarhættu utan úr geimnum.

Það er hin stórvaxna kengúrurotta sem bandarískir vísindamenn ætla að fylgjast með og hafa tölu á með gervihnöttum sem ísraelski herinn notar í allt öðrum tilgangi. Gangi þessi áætlun að óskum verður það í fyrsta skipti sem takast mun með nokkru móti að henda reiður á fjölda og staðsetningu þessarar stórvöxnu rottutegundar sem heldur sig í stórum hópum á Carrizo-sléttunni, suðaustur af Fresno í Kaliforníu.

Fram að þessu hefur verið notast við flugvélar til að kasta tölu á dýrin en sú aðferð þykir ónákvæm og gamaldags. Kengúrurottan fer aðeins á stjá um nætur og lifir á ýmsum plöntutegundum sem San Joaquin-antílópan notar til að skýla sér fyrir sól. Hún er í útrýmingarhættu eins og kengúrurottan sem falklandseyjarefurinn étur annað slagið en hann er að sjálfsögðu einnig í stórhættu. Vísindamennirnir þurfa því að hafa eftirlit með þessu öllu saman og gæta þess að engin tegund verði of atkvæðamikil á kostnað annarrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×