Héraðsdómur hafnaði kröfu Ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Friðjóni Þórðarsyni forstöðumanni hjá verðbréfamiðlun Virðingar. Friðjón var handtekinn í fyrradag vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Samkvæmt heimildum frá Ríkislögreglustjóra þótti dómaranum ekki nægjanlega sýnt fram á grun um brot að svo stöddu. Málið verður þó rannsakað áfram.
Tveir menn voru handteknir vegna málsins á föstudag. Annar þeirra var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember, en hann verður líklegast látinn laus í dag.
Dómari hafnaði kröfu um gæsluvarðhald
