Formúla 1

Hamilton fremstur á ráslínu í Japan

Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í nótt, en Kimi Raikkönen og Heikki Kovalainen koma honum næstir.
Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í nótt, en Kimi Raikkönen og Heikki Kovalainen koma honum næstir. Mynd: Getty Images

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji.

Rigning var á Fuji brautinni á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og þá náði Robert Kubica besta tíma á BMW. En brautin þornaði fyrir tímatökuna og þá tóku McLaren og Ferrari menn öll völd á brautinni.

Hamilton ók á 1.18.404, en Raikkönen var á 1.18.644, þannig að það munaði liðlega 0.2 sekúndum á þeim. Felipe Massa sem er næstur Hamilton i stigamótinu varð fimmti, en Fernando Alonso á Renault stakk sér á milli hans og Heikki Kovalainen sem varð fjórði. Alonso gæti því haft áhrif á gang mála í titilslagnum. Nick Heidfeld sem á enn möguleika á meistaratitli varð aðeins sextándi í tímatökunni.

Hamilton er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn og segir að mest um vert sé að safna stigum, þó sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. Bein útsending frá kappakstrinum í Japan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:00 í nótt.

Rásröðin á morgun

1. Lewis Hamilton 2. Kimi Raikkönen,

3 Heikki Kovalainen, 4. Fernando Alonso,

5. Felipe Massa, 6. Robert Kubica,

 7. Jarno Trulli, 8. Timo Glock,

9.l Sebastian Vettel, 10. Sebastian Bourdais.

Sjá brautarlýsingu frá Japan
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×