Viðskipti erlent

Verðbólga eykst í Bandaríkjunum

Verðbólga jókst talvert í Bandaríkjunum í fyrra samanborið við 2006. Hún mældist 4,1 prósent en var 2,5 prósent í hitteðfyrra og hefur ekki hækkað jafn snarlega á milli ára síðan árið 1990. Mestu munar um verðhækkanir á matvöru og raforku.

Bandaríski seðlabankinn hafði einkum horft til verðbólgutalna þegar kom að stýrivaxtaákvörðun en lét af því þegar lausafjárþurrðin tók að bíta af alefli á seinni hluta síðasta árs.

Ekki þykir líklegt að verðbólga nú muni breyta ákvörðun seðlabankans í enda mánaðar, að því er fréttastofa Associated Press hefur eftir fjármálasérfræðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×