Sport

Súmóglímumaður settur í bann fyrir knattspyrnuiðkun

Asashoryu er liðtækur knattspyrnumaður en kom sér í ónáð hjá Súmósambandinu
Asashoryu er liðtækur knattspyrnumaður en kom sér í ónáð hjá Súmósambandinu AFP

Súmóglímumeistarinn Yokozuna Asashoryu hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann var dæmdur í tveggja móta bann fyrir að spila knattspyrnuleik í heimalandi sínu Mongólíu.

Asashoryu hefur glímt við þunglyndi síðan hann hlaut þá skömm að vera settur í keppnisbann í haust en það þykir mikil skömm í þessari sérstæðu íþróttagrein.

Súmósambandið í Japan setti Asashoryu í bann í september eftir að fréttist af því að hann hefði spilað góðgerðaknattspyrnuleik í Mongólíu í sumar þegar hann átti að vera á keppnisferð. Hann hafði þá borið við meiðslum og dvaldi í heimalandinu.

"Ég hef valdið öllum miklum vonbrigðum allan þennan tíma og mig langar að koma á framfæri auðmjúklegri afsökunarbeiðni. Ég var beðinn um að taka þátt í þessum leik í Mongólíu og tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum," sagði meistarinn, sem hefur verið í meðferð í heimalandinu síðan bæði vegna meiðsla sinna og vegna streitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×