Erlent

Vilja 15% launahækkun

Guðjón Helgason skrifar

Um 100 þúsund starfsmenn í umönnunarstéttum lögðu niður vinnu víða um Danmörku í dag. Viðræður við sveitarfélögin um nýja samninga sigldu í strand á föstudaginn.

Meðal þeirra sem lögðu niður vinnu í morgun eru hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og iðjuþjálfar. Samningaviðræðurnar munu vera í rækilegum hnút. Stéttarfélög hafa krafist 15% laukahækkunar sem komi fram á næstu 3 árum. Sveitarfélögin, sem við er samið, hafna því. Þau hafa mest samið um 12,8% hækkun við aðra hópa.

Margir sjúklingar munu ekki komast í aðgerðir sem hafa verið skipulagðar og biðlistar þannig lengri. Stéttar- og sveitarfélög hafa samið um að öryggi borgaranna verði tryggt þó vinna hafi verið lögð niður.

Birgit Rasmussen, yfirhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu í Skejby, segir mikilvægt fyrir fólk að standa á sínu og sækja þau laun sem það eigi skilið. Hjúkrunarfræðingar geti verið í verkfalli í lengri tíma gerist þess þörf, allt þar til þeir fái það sem þeir vilji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×