Fjárfestar forðast fjármálageirann 10. september 2008 20:31 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Fjárfestar hunsuðu fjármálageirann í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers lækkaði frekari í dag þrátt fyrir að forsvarsmenn bankans sögðu frá því að þeir væru að leita leiða til að selja eignir undan honum í því skyni að bæta fé í baukinn. Á meðal þess sem á að selja er hluti eignastýringardeildar bankans auk þess sem stefnt er að því að færa fasteignahluta bankans í sérstakt félag sem horft er til að skrá á hlutabréfamarkaði í nánustu framtíð. Bankinn tapaði 3,9 milljörðum dala á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum sem bankinn birti í dag, nokkru fyrir áður áætlaðan birtingadag. Afkoman var ekki til að efla trú fjárfesta á fjármálageirann og fjárfestu þeir í flestum öðrum geirum en í fjármálafyrirtækjum vestanhafs í dag. Einn mest var fjárfest í neytendavörugeiranum, sem þykir öruggt skjól í ólgusjó á fjármálamörkuðum, að sögn fréttastofu Associated Press. Gengi hlutabréfa í Lehman lækkaði um 6,9 prósent í dag og endaði það í 7,25 dölum á hlut. Gengið féll um 45 prósent í gær eftir að slitnaði upp úr viðræðum við kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,34 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,85 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers lækkaði frekari í dag þrátt fyrir að forsvarsmenn bankans sögðu frá því að þeir væru að leita leiða til að selja eignir undan honum í því skyni að bæta fé í baukinn. Á meðal þess sem á að selja er hluti eignastýringardeildar bankans auk þess sem stefnt er að því að færa fasteignahluta bankans í sérstakt félag sem horft er til að skrá á hlutabréfamarkaði í nánustu framtíð. Bankinn tapaði 3,9 milljörðum dala á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum sem bankinn birti í dag, nokkru fyrir áður áætlaðan birtingadag. Afkoman var ekki til að efla trú fjárfesta á fjármálageirann og fjárfestu þeir í flestum öðrum geirum en í fjármálafyrirtækjum vestanhafs í dag. Einn mest var fjárfest í neytendavörugeiranum, sem þykir öruggt skjól í ólgusjó á fjármálamörkuðum, að sögn fréttastofu Associated Press. Gengi hlutabréfa í Lehman lækkaði um 6,9 prósent í dag og endaði það í 7,25 dölum á hlut. Gengið féll um 45 prósent í gær eftir að slitnaði upp úr viðræðum við kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,34 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,85 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira