Lífið

Niðurlút Madonna að skilja

Madonna var niðurlút þegar hún var mynduð fyrir utan heimili hennar í gær.
Madonna var niðurlút þegar hún var mynduð fyrir utan heimili hennar í gær.

Söngkonan Madonna, 50 ára, og kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, 40 ára, eru að skilja ef marka má fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins.

Fullyrt er að hjónaband þeirra er á enda. Sjálf hefur Madonna sem og talsmenn hennar ítrekað vísað orðrómi um skilnað á bug.

Ritchie og Madonna hafa verið saman í 10 ár. Saman eiga þau tvö börn: Rocco, 8 ára, og David Banda, 2 ára, sem þau ættleiddu. Fyrir á Madonna dótturina Lourdes, 12 ára.

Madonna, Guy og Rocco daginn sem drengurinn var skírður. Daginn eftir giftu þau sig í Skotlandi (desember 2000).

Madonna hefur ráðið þekktan skilnaðarlögfræðing, Fionu Shackleton, sem hefur töluverða reynslu af sóðalegum skilnaðarmálum eins og þegar Bítillinn Paul McCartney skildi við Heather Mills.

Richie og Madonna skrifuðu aldrei undir kaupmála, og á hann því rétt á helmingi auðæfa hennar sem metin eru á rúma 58 milljarða íslenskra króna.

Hjónin talast ekki við persónulega og búa í sitthvoru lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.