Grunaður morðingi og franskur ríkisborgari meðal hælisleitenda á Íslandi Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 15. september 2008 15:56 Lögregla gerði húsleit hjá hælisleitendum síðastliðinn föstudag. MYND/Víkurfréttir „Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru. Fyrir um tveimur árum dvaldi hér á landi hælisleitandi sem svo reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi. Eyjólfur segist muna eftir einu tilviki þar sem hælisleitandi reyndist við nánari eftirgrennslan vera franskur ríkisborgari, með dvalarleyfi í Danmörku. Eru menn þá að villa á sér heimildir til að flýja vafasama fortíð í heimalandinu? „Það er góð spurning," segir Eyjólfur. „Hvað skyldi fá franskan ríkisborgara til að sækja um hæli á Íslandi? Það hlýtur að vera eitthvað sem rekur þá frá Frakklandi annað en maturinn." Eyjólfur segir að í flestum tilfellum liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti hver hælisleitandinn er. „Við erum að snúa frá fjölda manns sem við vitum hverjir eru, en um leið og það kemur einhver sem við vitum ekki hver er þá hleypum við þeim inn," segir Eyjólfur. „Það er einhver villa í þessari jöfnu." „Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi." Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru. Fyrir um tveimur árum dvaldi hér á landi hælisleitandi sem svo reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi. Eyjólfur segist muna eftir einu tilviki þar sem hælisleitandi reyndist við nánari eftirgrennslan vera franskur ríkisborgari, með dvalarleyfi í Danmörku. Eru menn þá að villa á sér heimildir til að flýja vafasama fortíð í heimalandinu? „Það er góð spurning," segir Eyjólfur. „Hvað skyldi fá franskan ríkisborgara til að sækja um hæli á Íslandi? Það hlýtur að vera eitthvað sem rekur þá frá Frakklandi annað en maturinn." Eyjólfur segir að í flestum tilfellum liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti hver hælisleitandinn er. „Við erum að snúa frá fjölda manns sem við vitum hverjir eru, en um leið og það kemur einhver sem við vitum ekki hver er þá hleypum við þeim inn," segir Eyjólfur. „Það er einhver villa í þessari jöfnu." „Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi."
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira