Grunaður morðingi og franskur ríkisborgari meðal hælisleitenda á Íslandi Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 15. september 2008 15:56 Lögregla gerði húsleit hjá hælisleitendum síðastliðinn föstudag. MYND/Víkurfréttir „Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru. Fyrir um tveimur árum dvaldi hér á landi hælisleitandi sem svo reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi. Eyjólfur segist muna eftir einu tilviki þar sem hælisleitandi reyndist við nánari eftirgrennslan vera franskur ríkisborgari, með dvalarleyfi í Danmörku. Eru menn þá að villa á sér heimildir til að flýja vafasama fortíð í heimalandinu? „Það er góð spurning," segir Eyjólfur. „Hvað skyldi fá franskan ríkisborgara til að sækja um hæli á Íslandi? Það hlýtur að vera eitthvað sem rekur þá frá Frakklandi annað en maturinn." Eyjólfur segir að í flestum tilfellum liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti hver hælisleitandinn er. „Við erum að snúa frá fjölda manns sem við vitum hverjir eru, en um leið og það kemur einhver sem við vitum ekki hver er þá hleypum við þeim inn," segir Eyjólfur. „Það er einhver villa í þessari jöfnu." „Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi." Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Sjá meira
„Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru. Fyrir um tveimur árum dvaldi hér á landi hælisleitandi sem svo reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi. Eyjólfur segist muna eftir einu tilviki þar sem hælisleitandi reyndist við nánari eftirgrennslan vera franskur ríkisborgari, með dvalarleyfi í Danmörku. Eru menn þá að villa á sér heimildir til að flýja vafasama fortíð í heimalandinu? „Það er góð spurning," segir Eyjólfur. „Hvað skyldi fá franskan ríkisborgara til að sækja um hæli á Íslandi? Það hlýtur að vera eitthvað sem rekur þá frá Frakklandi annað en maturinn." Eyjólfur segir að í flestum tilfellum liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti hver hælisleitandinn er. „Við erum að snúa frá fjölda manns sem við vitum hverjir eru, en um leið og það kemur einhver sem við vitum ekki hver er þá hleypum við þeim inn," segir Eyjólfur. „Það er einhver villa í þessari jöfnu." „Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi."
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Sjá meira