Erlent

Norðurlöndin stöðva skattaflótta

Hit með pengene din skurk.
Hit með pengene din skurk.

Fjármálaráðherrar Norðurlandanna ætla að stöðva skattaflótta frá löndum sínum. Í lok október 2007 undirrituðu þeir samning um upplýsingaskipti við eyjuna Mön. Markmiðið er að ganga lengra og gera fleiri samninga sem stöðva skattaflótta.

Frá því í júní 2006 hefur Norræna ráðherranefndin unnið að því að stöðva skattaflótta og þess vegna hafa viðræður verið hafnar við nokkur lögsagnarumdæmi.

Þessir samningar kveða á um skipti á upplýsingum sem veita skattyfirvöldum aðgang að upplýsingum um innistæður og tekjur skattskyldra. Samstarfið styrkir Norðurlöndin í samningaferlinu og lækkar kostnaðinn.

Samningarnir eru tvíhliða. Markmið fjármálaráðherranna er að gera samskonar samninga og gerður var við Mön við þau lögsagnarumdæmi sem talið er að geti gefið upplýsingar sem hindra skattaflótta. Til lengri tíma litið getur verið um talsverðar upphæðir að ræða fyrir Norðurlöndin.

Samningar hafa þegar hafist við Cayman Eyjarnar og Bresku Jómfrúareyjarnar. Það er Torsten Fensby sem staðsettur er í París sem leiðir samningaviðræðurnar að tilstuðlan Norrænu ráðherranefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×