Hver er loddarinn? Árni Finnsson skrifar 8. apríl 2008 05:00 Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntanlegur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti" í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista - þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur", eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science" er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn?Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntanlegur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti" í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista - þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur", eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science" er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn?Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun