NBA í nótt: Denver í áttunda sætið 30. mars 2008 03:31 Kenyon Martin skoraði 30 stig fyrir Denver í nótt og hefur ekki skorað meira í leik í fimm ár NordcPhotos/GettyImages Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira