FBI rannsakar undirmálslánamarkaðinn 30. janúar 2008 09:29 Bandaríska fasteignalánafyrirtækið Countrywide er eitt þeirra sem hefur orðið illa úti í undirmálslánakreppunni. Mynd/AFP Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvaða fyrirtæki eru í skoðun að öðru leyti en því að þetta eru fasteignalánafyrirtæki og fjárfestingabankans. Grunur leikur á að fyrirtækin séu sek um bókhalds- og innherjasvik og einhver þeirra hafi stundað ábyrgðalausa útlánastefnu sem hafi komið harkalega niður á viðskiptavinum fyrirtækjanna. Áður hefur verið greint frá því að þau fyrirtæki sem verst hafa komið út úr undirmálskreppunni buðu lán gegn litlum ef engum veðum, litlum baktryggingum auk þess sem lántakar þurftu ekki að gera grein fyrir tekjum sínum. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir að 1.200 tilvik um svik hafi uppgötvast í tengslum við fasteignalánafyrirtækin á síðasta ári sem er þrisvar sinnum meira en árið á undan. Risabankarnir UBS, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Stearns eru á meðal þeirra sem fjármálaeftirlitið er með til skoðunar, að sögn fréttastofu Reuters. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvaða fyrirtæki eru í skoðun að öðru leyti en því að þetta eru fasteignalánafyrirtæki og fjárfestingabankans. Grunur leikur á að fyrirtækin séu sek um bókhalds- og innherjasvik og einhver þeirra hafi stundað ábyrgðalausa útlánastefnu sem hafi komið harkalega niður á viðskiptavinum fyrirtækjanna. Áður hefur verið greint frá því að þau fyrirtæki sem verst hafa komið út úr undirmálskreppunni buðu lán gegn litlum ef engum veðum, litlum baktryggingum auk þess sem lántakar þurftu ekki að gera grein fyrir tekjum sínum. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir að 1.200 tilvik um svik hafi uppgötvast í tengslum við fasteignalánafyrirtækin á síðasta ári sem er þrisvar sinnum meira en árið á undan. Risabankarnir UBS, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Stearns eru á meðal þeirra sem fjármálaeftirlitið er með til skoðunar, að sögn fréttastofu Reuters.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira