Erlent

Indverjar reyna að bjarga tígrum sínum

Óli Tynes skrifar
Aðeins eru eftir 1300-1500 tígrisdýr á Indlandi.
Aðeins eru eftir 1300-1500 tígrisdýr á Indlandi.

Indverjar ætla að verja sem svarar einum milljarði króna á næstu fimm árum til þess að bjarga tígrisdýrastofni sínum.

Aðeins eru 13 hundruð til 15 hundruð tígrisdýr eftir á Indlandi en þau voru um 40 þúsund fyrir einni öld eða svo.

Meðal annars verða stofnuð átta verndarsvæði fyrir tígrisdýr. Þar að auki verður fjármunum varið til þess að flytja þorp sem eru í grennd við núverandi tígrisdýralendur.

Tígrisdýrin hafa týnt tölunni bæði vegna veiða og vegna þess að mannabústaðir hafa þrengt að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×