Körfubolti

Sigurður: Lítið mál þó Jón verði ekki með í Litháen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jón Arnór í búningi Lottomatica Roma.
Jón Arnór í búningi Lottomatica Roma.

Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í æfingaleikjunum gegn Litháen.

Ástæða þess eru samningamál hans við ítalska liðið Lottomatica Roma sem hann verður að ganga frá.

„Það skiptir litlu þó hann verði ekki með í þessum leikjum. Hann verður með í næstu verkefnum, fer með okkur út á æfingamót á Írlandi um miðjan ágúst og verður svo þegar alvaran hefst í september," sagði Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari.

Finnur Magnússon hefur verið valinn í landsliðshópinn í stað Jóns Arnórs en Finnur leikur í Bandaríkjunum. Íslenski hópurinn heldur út á morgun en fyrri leikurinn gegn Litháen verður á sunnudaginn en sá síðari næsta þriðjudag.

„Þetta verður skemmtilegt verkefni enda landslið Litháen eitt af tíu bestu í heiminum. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum leiki gegn þessum sterkustu liðum," sagði Sigurður við Vísi.

„Þeir eru að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana og leika ekki marga leiki fyrir þá. Þeir mæta okkur og svo leika þeir gegn Bandaríkjunum í sínum undirbúningi fyrir leikana."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×