Risaskjáirnir komnir, kamrarnir farnir 18. júní 2008 09:47 Skipuleggjendur landsmóts. Jóna Fanney og Haraldur ætla að gera landsmótið fjölskylduvænna og vilja leggja minni áherslu á dansleiki langt fram eftir nóttu. Myndin er tekin í Laugardælum í Hraungerðishreppi og sjá má Ingólfsfjall í baksýn. Sunnlenska Fréttablaðið/Egill Landsmót hestamanna var fyrst haldið árið 1950 á Þingvöllum. Þá voru gestir um tíu þúsund talsins. Þó gestum hafi ekki fjölgað mikið síðan þá hefur umfang mótsins gjörbreyst og fyrirkomulag mótsins er orðið allt annað. Í samtali við Markaðinn segja þau Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts, og Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, að nú orðið keppist fyrirtæki um að fá kynningu og aðstöðu á mótinu. Velta mótanna hafi aukist mikið á undanförnum árum og gestafjöldinn líka þrátt fyrir að hann aukist ekki í sama hlutfalli. Þetta er átjánda landsmót hestamanna sem er haldið í ár. Mótin nú eru gjörólík frá því að keppendur riðu á sumri hverju á Landsmót. Allur aðbúnaður, bæði áhorfenda og keppenda, sé gjörbreyttur og áherslan á góða aðstöðu hafi mikið breyst. „Hestar og knapar skila ávallt sínu en eigi mótið að takast vel þarf öll aðstaða að vera í topplagi, s.s. veitingar, hreinlætisaðstaða, allt skipulag og þjónusta. Þetta má ekki vanmeta þrátt fyrir að íslenski gæðingurinn sé aðalmálið,“ segir Jóna Fanney. Hún segir að núorðið þurfi að byggja upp heilt þorp frá grunni með öllu sem því fylgir sem geri það að verkum að mótið sé mjög viðamikið og að veltan aukist í takt við það. Varðandi fjölda gesta þá hafa þeir rokkað á milli níu og tólf þúsund síðustu árin og segir Jóna Fanney að stór þáttur í ákvarðanatöku íslenskra gesta sé á endanum veðrið. Ef gott veður er á landsmóti þá sé gestafjöldi yfirleitt í hámarki. Jóna Fanney og Haraldur taka fram að nú sé unnið að því að gera landsmótið fjölskylduvænna og nefna í því sambandi einkum tvennt. „Við erum að gera veglegt leik- og afþreyingarsvæði fyrir ungu hestamennina og frá fimmtudegi bjóðum við upp á barnagæslu gegn vægu gjaldi. Jafnframt er áherslan á að bjóða ekki upp á dansleiki langt fram eftir nóttu. Við einfaldlega byrjum fyrr að skemmta okkur og hættum fyrr, enda er hinn almenni hestaáhugamaður mættur í brekkuna eldsnemma næsta morgun,“ segir Jóna Fanney. „Hvort við drögum úr tekjum með þessum áherslum efa ég, því sá markhópur sem við erum að stíla inn á er stór, þ.e. hestaáhugamenn í landinu og fjölskyldan öll. Þvert á móti tel ég að við séum einmitt að stækka markhópinn“ segir hún.Þrefalt fleiri íslenskir hestar erlendisElsa Magnúsdóttir lætur gamminn geisa á Þyt frá Kálfhóli á síðasta Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2006. fréttablaðið/valliUpphaf landsmóta segir Haraldur að megi rekja til framtaks þeirra Jónasar frá Hriflu, Guðjóns Samúelssonar og Runólfs Ólafssonar. Þeir hafi talað um að íslenska menningin sem tengdist íslenska hestinum mætti ekki týnast. Þeir lögðu því til fjármagn og hvöttu hestamenn til að búa til nethring hringinn í kringum landið til þess að standa vörð um ræktun og sýningu á íslenska hestinum. Það er grunnurinn að því að landsmót hestamanna varð til.Síðan nefnir Haraldur alþjóðasamtökin FEIF sem er stytting á International Federation of Icelandic Horse Associations. Þetta eru alþjóðasamtök þeirra sem eiga íslenska hesta. Félagar í samtökunum eru yfir 70 þúsund talsins frá 19 þjóðlöndum. Nýja-Sjáland er nýgengið í FEIF og Ástralía er að banka á dyrnar. „Það eru fleiri íslenskir hestar erlendis en hér heima,“ segir Haraldur. Hann telur að innan FEIF séu vel á annað hundrað þúsund hrossa en hér heima eru þau í kringum 70 þúsund.Haraldur segir að þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins voru fyrst haldin úti í Evrópu hafi skipuleggjendur hér heima horft til þeirra aðdáunaraugum en nú í seinni tíð hafi þetta snúist við. Undirbúningur landsmóta sé gríðarlegur og gott starf hefur verið unnið í gegnum árin. Þetta hefur skilað sér erlendis í aukinni aðsókn erlendra hestaunnenda. „Samkvæmt skýrslu sem samgönguráðuneytið lét gera árið 2003 þá koma 20 prósent erlendra gesta hingað eingöngu út af íslenska hestinum,“ segir Haraldur.Miðað við framreiknaða útreikninga sem gerðir voru árið 2003 segir Haraldur að íslenski hesturinn og starfsemi tengd honum velti a.m.k. í kringum 14 milljörðum í íslensku hagkerfi á ári hverju. Varðandi fjölda starfsmanna landsmóts segir Jóna Fanney að líklega verði þeir á bilinu 300 til 400 talsins þegar allt kemur til alls.Hestamennska er íþróttÁrið 2000 varð breyting á rekstri landsmóta þegar sérstakt einkahlutafélag var stofnað í kringum mótið. Fyrsta mótið sem rekið var á þeim forsendum var haldið árið 2002. Haraldur segir að það hafi verið gert til þess að ná utan um þekkingu í kringum mótin og til þess að flytja hana áfram. Eigendur Landsmóts eru Landssamband hestamannafélaga að 2/3 hluta og Bændasamtök Íslands eiga 1/3.Jóna Fanney tekur fram að landsmót hafi ekki verið rekið með hagnaði síðustu ár en segir allar sínar áætlanir ganga út á að skila þessu móti með hagnaði.„Hestamenn vilja búa við sömu skilyrði og aðrar íþróttagreinar í landinu gagnvart hinu opinbera,“ segir Haraldur. En bendir þó á að hestamennskan í landinu verði að fá að þróast á sinn hátt með sem minnstum afskiptum ríkisins. Hestaíþróttin verði hins vegar að njóta sama stuðnings og aðrar íþróttagreinar í landinu.Þetta tekur Jóna Fanney undir og segir það þyngja róðurinn að þurfa að greiða háar fjárhæðir í löggæslu og jafnvel heilsugæsluvaktir lækna. „Það kemur mér á óvart í undirbúningnum hversu lítið samstarf er við hið opinbera. Ég veit ekki hvort þetta er skilningsleysi eða bara hreint áhugaleysi en ég hefði viljað sjá þetta samstarf mun öflugra,“ segir hún. Haraldur og Jóna Fanney telja að íslenski hesturinn sé stórlega vannýttur í landkynningu á Íslandi erlendis og að töluvert skorti á að bæði stjórnvöld sem og fjölmiðlar hafi skilning á því að um íþrótt sé að ræða en bætir við að kannski sé það ekki síst hestamönnum sjálfum að kenna að þeir séu ekki nægilega duglegir við að koma upplýsingum á framfæri og að hestaheimurinn sé kannski svolítið lokaður.Þau hafa fundið fyrir auknum áhuga á hestamennsku undanfarin ár og telja það meðal annars skýrast af auknum frítíma fólks, almennri umhverfisvitund og ef til vill auknum ráðstöfunartekjum fólks. Hestamennska sé nokkuð dýr og tímafrek íþrótt. Haraldur nefnir að hækkandi olíuverð og hækkun á heyi gæti dregið úr möguleikum fólks til að sinna íþróttinni.Haraldur og Jóna Fanney vonast hins vegar til þess að gengisfall krónunnar geri það að verkum að fleiri erlendir gestir komi í ár og að hrossaræktendur fái einnig sinn skerf af þróun gengisins, þ.e. að meiri áhugi sé hjá erlendum aðilum að versla með íslensk hross. Á móti komi hins vegar aukinn kostnaður fyrir mótshaldara vegna aðfanga erlendis frá, s.s. tjöld og stúkur, sem séu drjúgar upphæðir.Þau telja að það hljóti að vera gríðarlega mikil lyftistöng fyrir þau landsvæði þar sem landsmót eru haldin að fá allan þennan fjölda í samfélagið. Margfeldisáhrifin nái langt út fyrir einstaka bæjarfélag, s.s. í allri ferðaþjónustu og verslun, það gefi augaleið þegar bæjarfélög fimmtánfaldist í íbúafjölda á einni viku að það skili sér víða.Í upphafi var það vilji manna að landsmót færu fram á Þingvöllum og sátt ríkti um það. Árið 1974 þurfti mótið hins vegar að víkja út af þjóðhátíðinni. Það hefur síðan verið haldið á nokkrum stöðum á landinu. Þrjú síðustu mót og nú mótið 2008 hafa hins vegar verið haldin til skiptis á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Vindheimamelum í Skagafirði.Það megi þó alls ekki líta þannig á að landsmót sé bundið við þessa tvo staði og segir Haraldur það einmitt vera í verkahring Landssambands hestamannafélaga að breiða hestamennskuna sem mest um landið. Jóna Fanney bætir við að það eigi enginn að vera í áskrift að Landsmóti hestamanna.Nú sé t.a.m. unnið að uppbyggingu á glæsilegri aðstöðu á höfuðborgarsvæðinu þar sem gert sé ráð fyrir að keppni og sýningar fari fram innanhúss. Landsmót var haldið í Reykjavík árið 2000 og segja þau Jóna Fanney og Haraldur að mótið hafi gengið vel en að kannski hafi vantað upp á stemninguna sem fylgir því að halda slík mót úti á landi.Flestir frá ÞýskalandiAðspurð segir Jóna Fanney að ekki sé til nein nákvæm úttekt á því frá hvaða löndum erlendu gestirnir komi. Árið í ár ætti þó að gefa góðar vísbendingar þar sem landsmótsmenn séu í góðu samstarfi við Icelandair með netmiðasölu á mótið. Í kringum netmiðasölu verði til öflugur gagnagrunnur sem geti gefið margar góðar og gagnlegar upplýsingar sem hingað til hefur verið erfitt að halda utan um.Talað er um að 25 til 30 prósent af þeim sem sækja landsmót komi erlendis frá. Stór hluti unnenda íslenska hestsins eru frá þýskumælandi löndunum, Austurríki, Sviss og Þýskalandi. Þar á eftir koma gestir frá Skandinavíu, þ.e. frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Annars sé þetta mjög fjölþjóðlegur hópur og frá öllum heimshornum.Aðspurð um hvert landsmót stefni í framtíðinni segja þau að eftir mótið í ár verði farið í stefnumótunarvinnu. „Landssamband hestamannafélaga hefur þegar samið við Capacent Gallup um að sjá um þá vinnu. Landsmótin eiga orðið sína hefð en þurfa að sjálfsögðu að laga sig að breyttum áherslum og því sem máli skiptir hjá þeim fjölmörgu sem stunda hestaíþróttina í landinu,“ segir Haraldur. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Sjá meira
Landsmót hestamanna var fyrst haldið árið 1950 á Þingvöllum. Þá voru gestir um tíu þúsund talsins. Þó gestum hafi ekki fjölgað mikið síðan þá hefur umfang mótsins gjörbreyst og fyrirkomulag mótsins er orðið allt annað. Í samtali við Markaðinn segja þau Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts, og Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, að nú orðið keppist fyrirtæki um að fá kynningu og aðstöðu á mótinu. Velta mótanna hafi aukist mikið á undanförnum árum og gestafjöldinn líka þrátt fyrir að hann aukist ekki í sama hlutfalli. Þetta er átjánda landsmót hestamanna sem er haldið í ár. Mótin nú eru gjörólík frá því að keppendur riðu á sumri hverju á Landsmót. Allur aðbúnaður, bæði áhorfenda og keppenda, sé gjörbreyttur og áherslan á góða aðstöðu hafi mikið breyst. „Hestar og knapar skila ávallt sínu en eigi mótið að takast vel þarf öll aðstaða að vera í topplagi, s.s. veitingar, hreinlætisaðstaða, allt skipulag og þjónusta. Þetta má ekki vanmeta þrátt fyrir að íslenski gæðingurinn sé aðalmálið,“ segir Jóna Fanney. Hún segir að núorðið þurfi að byggja upp heilt þorp frá grunni með öllu sem því fylgir sem geri það að verkum að mótið sé mjög viðamikið og að veltan aukist í takt við það. Varðandi fjölda gesta þá hafa þeir rokkað á milli níu og tólf þúsund síðustu árin og segir Jóna Fanney að stór þáttur í ákvarðanatöku íslenskra gesta sé á endanum veðrið. Ef gott veður er á landsmóti þá sé gestafjöldi yfirleitt í hámarki. Jóna Fanney og Haraldur taka fram að nú sé unnið að því að gera landsmótið fjölskylduvænna og nefna í því sambandi einkum tvennt. „Við erum að gera veglegt leik- og afþreyingarsvæði fyrir ungu hestamennina og frá fimmtudegi bjóðum við upp á barnagæslu gegn vægu gjaldi. Jafnframt er áherslan á að bjóða ekki upp á dansleiki langt fram eftir nóttu. Við einfaldlega byrjum fyrr að skemmta okkur og hættum fyrr, enda er hinn almenni hestaáhugamaður mættur í brekkuna eldsnemma næsta morgun,“ segir Jóna Fanney. „Hvort við drögum úr tekjum með þessum áherslum efa ég, því sá markhópur sem við erum að stíla inn á er stór, þ.e. hestaáhugamenn í landinu og fjölskyldan öll. Þvert á móti tel ég að við séum einmitt að stækka markhópinn“ segir hún.Þrefalt fleiri íslenskir hestar erlendisElsa Magnúsdóttir lætur gamminn geisa á Þyt frá Kálfhóli á síðasta Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2006. fréttablaðið/valliUpphaf landsmóta segir Haraldur að megi rekja til framtaks þeirra Jónasar frá Hriflu, Guðjóns Samúelssonar og Runólfs Ólafssonar. Þeir hafi talað um að íslenska menningin sem tengdist íslenska hestinum mætti ekki týnast. Þeir lögðu því til fjármagn og hvöttu hestamenn til að búa til nethring hringinn í kringum landið til þess að standa vörð um ræktun og sýningu á íslenska hestinum. Það er grunnurinn að því að landsmót hestamanna varð til.Síðan nefnir Haraldur alþjóðasamtökin FEIF sem er stytting á International Federation of Icelandic Horse Associations. Þetta eru alþjóðasamtök þeirra sem eiga íslenska hesta. Félagar í samtökunum eru yfir 70 þúsund talsins frá 19 þjóðlöndum. Nýja-Sjáland er nýgengið í FEIF og Ástralía er að banka á dyrnar. „Það eru fleiri íslenskir hestar erlendis en hér heima,“ segir Haraldur. Hann telur að innan FEIF séu vel á annað hundrað þúsund hrossa en hér heima eru þau í kringum 70 þúsund.Haraldur segir að þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins voru fyrst haldin úti í Evrópu hafi skipuleggjendur hér heima horft til þeirra aðdáunaraugum en nú í seinni tíð hafi þetta snúist við. Undirbúningur landsmóta sé gríðarlegur og gott starf hefur verið unnið í gegnum árin. Þetta hefur skilað sér erlendis í aukinni aðsókn erlendra hestaunnenda. „Samkvæmt skýrslu sem samgönguráðuneytið lét gera árið 2003 þá koma 20 prósent erlendra gesta hingað eingöngu út af íslenska hestinum,“ segir Haraldur.Miðað við framreiknaða útreikninga sem gerðir voru árið 2003 segir Haraldur að íslenski hesturinn og starfsemi tengd honum velti a.m.k. í kringum 14 milljörðum í íslensku hagkerfi á ári hverju. Varðandi fjölda starfsmanna landsmóts segir Jóna Fanney að líklega verði þeir á bilinu 300 til 400 talsins þegar allt kemur til alls.Hestamennska er íþróttÁrið 2000 varð breyting á rekstri landsmóta þegar sérstakt einkahlutafélag var stofnað í kringum mótið. Fyrsta mótið sem rekið var á þeim forsendum var haldið árið 2002. Haraldur segir að það hafi verið gert til þess að ná utan um þekkingu í kringum mótin og til þess að flytja hana áfram. Eigendur Landsmóts eru Landssamband hestamannafélaga að 2/3 hluta og Bændasamtök Íslands eiga 1/3.Jóna Fanney tekur fram að landsmót hafi ekki verið rekið með hagnaði síðustu ár en segir allar sínar áætlanir ganga út á að skila þessu móti með hagnaði.„Hestamenn vilja búa við sömu skilyrði og aðrar íþróttagreinar í landinu gagnvart hinu opinbera,“ segir Haraldur. En bendir þó á að hestamennskan í landinu verði að fá að þróast á sinn hátt með sem minnstum afskiptum ríkisins. Hestaíþróttin verði hins vegar að njóta sama stuðnings og aðrar íþróttagreinar í landinu.Þetta tekur Jóna Fanney undir og segir það þyngja róðurinn að þurfa að greiða háar fjárhæðir í löggæslu og jafnvel heilsugæsluvaktir lækna. „Það kemur mér á óvart í undirbúningnum hversu lítið samstarf er við hið opinbera. Ég veit ekki hvort þetta er skilningsleysi eða bara hreint áhugaleysi en ég hefði viljað sjá þetta samstarf mun öflugra,“ segir hún. Haraldur og Jóna Fanney telja að íslenski hesturinn sé stórlega vannýttur í landkynningu á Íslandi erlendis og að töluvert skorti á að bæði stjórnvöld sem og fjölmiðlar hafi skilning á því að um íþrótt sé að ræða en bætir við að kannski sé það ekki síst hestamönnum sjálfum að kenna að þeir séu ekki nægilega duglegir við að koma upplýsingum á framfæri og að hestaheimurinn sé kannski svolítið lokaður.Þau hafa fundið fyrir auknum áhuga á hestamennsku undanfarin ár og telja það meðal annars skýrast af auknum frítíma fólks, almennri umhverfisvitund og ef til vill auknum ráðstöfunartekjum fólks. Hestamennska sé nokkuð dýr og tímafrek íþrótt. Haraldur nefnir að hækkandi olíuverð og hækkun á heyi gæti dregið úr möguleikum fólks til að sinna íþróttinni.Haraldur og Jóna Fanney vonast hins vegar til þess að gengisfall krónunnar geri það að verkum að fleiri erlendir gestir komi í ár og að hrossaræktendur fái einnig sinn skerf af þróun gengisins, þ.e. að meiri áhugi sé hjá erlendum aðilum að versla með íslensk hross. Á móti komi hins vegar aukinn kostnaður fyrir mótshaldara vegna aðfanga erlendis frá, s.s. tjöld og stúkur, sem séu drjúgar upphæðir.Þau telja að það hljóti að vera gríðarlega mikil lyftistöng fyrir þau landsvæði þar sem landsmót eru haldin að fá allan þennan fjölda í samfélagið. Margfeldisáhrifin nái langt út fyrir einstaka bæjarfélag, s.s. í allri ferðaþjónustu og verslun, það gefi augaleið þegar bæjarfélög fimmtánfaldist í íbúafjölda á einni viku að það skili sér víða.Í upphafi var það vilji manna að landsmót færu fram á Þingvöllum og sátt ríkti um það. Árið 1974 þurfti mótið hins vegar að víkja út af þjóðhátíðinni. Það hefur síðan verið haldið á nokkrum stöðum á landinu. Þrjú síðustu mót og nú mótið 2008 hafa hins vegar verið haldin til skiptis á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Vindheimamelum í Skagafirði.Það megi þó alls ekki líta þannig á að landsmót sé bundið við þessa tvo staði og segir Haraldur það einmitt vera í verkahring Landssambands hestamannafélaga að breiða hestamennskuna sem mest um landið. Jóna Fanney bætir við að það eigi enginn að vera í áskrift að Landsmóti hestamanna.Nú sé t.a.m. unnið að uppbyggingu á glæsilegri aðstöðu á höfuðborgarsvæðinu þar sem gert sé ráð fyrir að keppni og sýningar fari fram innanhúss. Landsmót var haldið í Reykjavík árið 2000 og segja þau Jóna Fanney og Haraldur að mótið hafi gengið vel en að kannski hafi vantað upp á stemninguna sem fylgir því að halda slík mót úti á landi.Flestir frá ÞýskalandiAðspurð segir Jóna Fanney að ekki sé til nein nákvæm úttekt á því frá hvaða löndum erlendu gestirnir komi. Árið í ár ætti þó að gefa góðar vísbendingar þar sem landsmótsmenn séu í góðu samstarfi við Icelandair með netmiðasölu á mótið. Í kringum netmiðasölu verði til öflugur gagnagrunnur sem geti gefið margar góðar og gagnlegar upplýsingar sem hingað til hefur verið erfitt að halda utan um.Talað er um að 25 til 30 prósent af þeim sem sækja landsmót komi erlendis frá. Stór hluti unnenda íslenska hestsins eru frá þýskumælandi löndunum, Austurríki, Sviss og Þýskalandi. Þar á eftir koma gestir frá Skandinavíu, þ.e. frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Annars sé þetta mjög fjölþjóðlegur hópur og frá öllum heimshornum.Aðspurð um hvert landsmót stefni í framtíðinni segja þau að eftir mótið í ár verði farið í stefnumótunarvinnu. „Landssamband hestamannafélaga hefur þegar samið við Capacent Gallup um að sjá um þá vinnu. Landsmótin eiga orðið sína hefð en þurfa að sjálfsögðu að laga sig að breyttum áherslum og því sem máli skiptir hjá þeim fjölmörgu sem stunda hestaíþróttina í landinu,“ segir Haraldur.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Sjá meira