Lögreglan prófar rafbyssur 2. febrúar 2008 19:40 Sérsveitarmenn lögreglunnar hafa undanfarnar vikur verið að prófa svokallaðar rafbyssur á æfingum sínum. Að æfingunum loknum verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki slíkar byssur í notkun. Það er embætti ríkislögreglustjóra sem stendur fyrir æfingunum en þeim er ætlað að meta hvort rafbyssunum verði bætt við þau valdbeitingartæki sem lögregla hefur þegar yfir að ráða. Ákveðið var í byrjun desember að fara út í þessar athuganir og hófust æfingar af fullum krafti fyrir um tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra mun embættið skila niðurstöðum sínum til dómsmálaráðherra eftir um það bil tvær vikur. Þá verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki byssurnar í notkun en ekki liggur fyrir hvort það verði eingöngu sérsveitarmenn sem bera slíkar stuðbyssur eða hvort þær verði hluti af búnaði lögreglumanna almennt. Skemmst er hins vegar að minnast þess að fyrst þegar piparúði var tekinn í notkun hjá lögreglu var úðinn eingöngu ætlaður sérsveitarmönnum en nú bera flestir lögreglumenn slíkan úða. Milkar umræður hafa skapast um rafbyssur víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada. Í Kanada hafa fjölmiðlar haldið því fram að átján manns hafi látist í landinu frá árinu 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Á vef fyrirtækisins sem framleiðir byssurnar kemur hins vegar fram að rannsóknir sýni að enginn hafi skaðast alvarlega eftir að hafa fengið raflost frá byssunum. Í svari dómsmálaráðherra um málið á Alþingi nú í janúar kom fram að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og að athuganir á rafbyssunum sé hluti af því að leita leiða til að auka öryggi þeirra í starfi. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Sérsveitarmenn lögreglunnar hafa undanfarnar vikur verið að prófa svokallaðar rafbyssur á æfingum sínum. Að æfingunum loknum verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki slíkar byssur í notkun. Það er embætti ríkislögreglustjóra sem stendur fyrir æfingunum en þeim er ætlað að meta hvort rafbyssunum verði bætt við þau valdbeitingartæki sem lögregla hefur þegar yfir að ráða. Ákveðið var í byrjun desember að fara út í þessar athuganir og hófust æfingar af fullum krafti fyrir um tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra mun embættið skila niðurstöðum sínum til dómsmálaráðherra eftir um það bil tvær vikur. Þá verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki byssurnar í notkun en ekki liggur fyrir hvort það verði eingöngu sérsveitarmenn sem bera slíkar stuðbyssur eða hvort þær verði hluti af búnaði lögreglumanna almennt. Skemmst er hins vegar að minnast þess að fyrst þegar piparúði var tekinn í notkun hjá lögreglu var úðinn eingöngu ætlaður sérsveitarmönnum en nú bera flestir lögreglumenn slíkan úða. Milkar umræður hafa skapast um rafbyssur víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada. Í Kanada hafa fjölmiðlar haldið því fram að átján manns hafi látist í landinu frá árinu 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Á vef fyrirtækisins sem framleiðir byssurnar kemur hins vegar fram að rannsóknir sýni að enginn hafi skaðast alvarlega eftir að hafa fengið raflost frá byssunum. Í svari dómsmálaráðherra um málið á Alþingi nú í janúar kom fram að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og að athuganir á rafbyssunum sé hluti af því að leita leiða til að auka öryggi þeirra í starfi.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira