Erlent

Pöndurnar tínast heim

Óli Tynes skrifar
Það vantar salt í þessa.
Það vantar salt í þessa.

Tíu pöndur hurfu úr verndar- og rannsókanarstöð fyrir pandabirni í Sichuan héraði í Kína, þegar jarðskjálftinn reið þar yfir hinn tólfta þessa mánaðar.

Dýr eru mjög viðkvæm fyrir allskonar náttúruhamförum og skynja oft að þær séu yfirvofandi, nokkru áður en til þeirra kemur.

Pöndurnar hafa síðan verið að tínast heim ein af annarri. Þær hafa tekið til við fyrri iðju, að éta og sofa.

Uppáhaldsmatur pandanna er bambus, en á meðfylgjandi mynd sýnist sem þær hafi fengið eitthvað manngert í matinn. Kannski pressaðar bambuskökur.

Þriggja er enn saknað en vonast til að þær skili sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×