Fórnarlambið? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 10. október 2008 07:00 Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar