Ecclestone: Raikkönen skrítinn gaur og Hamilton líkur Schumacher 10. október 2008 14:36 Bernie Ecclestone og Fabio Capeollo ræða málin, en Ecclestone hefur mikinn áhuga á knattstpyrnu auk Formúlu 1. mynd: Getty Images Bretinn Bernie Ecclestone er óhræddur að láta vinda blása þegar hann er í viðtölum við fréttamenn, en keppt er í Formúlu 1 í Japan um helgina. Fyrir skömmu kallaði hann þjónustumenn Ferrari trúða, eftir að forseti Ferrari sagði mótið í Singapúr eins og sirkus. Í dag ræddi hann um Kimi Raikkönen við ítalskan fjölmiðil um núverandi meistara, Kimi Raikkönen. "Kimi er skrítinn gaur og ég kann ágætlega við hann, eins og hann er. En þegar menn eru meistarar, þá þurfa þeir að opna sig og gefa gott fordæmi. Það hefur Raikkönen ekki gert", segir Eccestone sem finnst Finninn þumbaralegur á köflum. Á móti segir Raikkönen að hann sjái enga ástæðu til að verða annar karakter en hann er, þó hann hafi orðið meistari. "Það er mér hulinn ráðgáta hvert hæfileikar Raikkönen hafa horfið þetta árið hvað aksturinn varðar. Felipe Massa hefur aftur á móti verið óheppinn, en það væri slæmt ef Lewis Hamilton vinnur ekki titilinn í ár, eftir brösótt gengi liðsins í fyrra og slæmar ákvarðanir liðsins. En það væri jafn leiðinlegt ef Massa ynni ekki. Hamilton er hinsvegar í flokki með Ayrton Senna og Michael Schumacher", sagði Eccelstone. Bein útsending frá lokaæfingu og tímatökunni á Fuji brautinni í Japan verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Bernie Ecclestone er óhræddur að láta vinda blása þegar hann er í viðtölum við fréttamenn, en keppt er í Formúlu 1 í Japan um helgina. Fyrir skömmu kallaði hann þjónustumenn Ferrari trúða, eftir að forseti Ferrari sagði mótið í Singapúr eins og sirkus. Í dag ræddi hann um Kimi Raikkönen við ítalskan fjölmiðil um núverandi meistara, Kimi Raikkönen. "Kimi er skrítinn gaur og ég kann ágætlega við hann, eins og hann er. En þegar menn eru meistarar, þá þurfa þeir að opna sig og gefa gott fordæmi. Það hefur Raikkönen ekki gert", segir Eccestone sem finnst Finninn þumbaralegur á köflum. Á móti segir Raikkönen að hann sjái enga ástæðu til að verða annar karakter en hann er, þó hann hafi orðið meistari. "Það er mér hulinn ráðgáta hvert hæfileikar Raikkönen hafa horfið þetta árið hvað aksturinn varðar. Felipe Massa hefur aftur á móti verið óheppinn, en það væri slæmt ef Lewis Hamilton vinnur ekki titilinn í ár, eftir brösótt gengi liðsins í fyrra og slæmar ákvarðanir liðsins. En það væri jafn leiðinlegt ef Massa ynni ekki. Hamilton er hinsvegar í flokki með Ayrton Senna og Michael Schumacher", sagði Eccelstone. Bein útsending frá lokaæfingu og tímatökunni á Fuji brautinni í Japan verður á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira