Lífið

Nýjum fána Nýrra tíma verður breytt

Fáni Nýrra tíma er að mati fagstjóra grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands mikil mistök.
Fáni Nýrra tíma er að mati fagstjóra grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands mikil mistök.

„Þetta er ansi afdráttarlaust myndmál. Nýnasistar hafa notað tákn og liti af þessu tagi. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara hugsanalaus bjánagangur," segir Dóra Ísleifsdóttir, fagstjóri grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.

Dóra skrifaði ansi afdráttarlausa lýsingu á fána mótmælandasamtakanna Nýir tímar á Facebook-síðu sinni. Og hvetur hópinn til að endurskoða sinn gang. „Ég held að þetta hljóti bara að vera mistök. Fáninn hlýtur að vera ofsalega vanhugsaður og hafa orðið til í einhverju fári. Ég fyrir mitt leyti myndi aldrei hylla þennan fána," útskýrir Dóra.

Í útskýringum sínum á Facebook skrifar Dóra meðal annars: „Litir Hitlers og nasista, blóðugrar byltingar, tilvísun í tákni til hakakrossins, skálínur byltingarinnar og hugmyndakúgunar, brottnám himinblámans úr íslenska fánanum, hnefar á lofti."

Snorri Ásmundsson, einn fulltrúi Nýrra tíma, segir að þau séu að breyta öllu útliti á síðunni. Og að fáninn verði tekinn út. Það verði annar litur á honum og aðrar línur. Hann vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið mistök. Segir alveg kokhraustur að þetta hafi verið sú umræða sem þau vildu fá af stað. „Þetta var alveg útpælt hjá okkur," segir Snorri en Nýir tímar hafa boðað til mótmæla á laugardaginn klukkan tvö.- fgg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.