Fjórða umferðin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Njarðvíkingar sækja ÍR-inga heim í Seljaskóla, Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki og Þór og FSu mætast á Akureyri. Allir leikir hefjast 19:15.
Annað kvöld klárast fjórða umferðin svo með þremur leikjum þar sem Skallagrímur fær Grindavík í heimsókn, KR tekur á móti Snæfelli og Keflavík og Breiðablik eigast við í Keflavík.