Lífið

Bretaprinsar á Bond-forsýningu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bresku prinsarnir Harry og Vilhjálmur sóttu forsýningu nýju James Bond-myndarinnar og voru þar hvers manns hugljúfi.

Bræðurnir mættu í Odeon-kvikmyndahúsið við Leicester Square í London og vörðu hálfri klukkustund í spjall við leikara og annað starfslið myndarinnar Quantum of Solace, þeirrar nýjustu sem fjallar um njósnara hennar hátignar, 007.

Forsýningin var um leið styrktarsamkoma fyrir tvenn góðgerðarsamtök og því töluvert um dýrðir. Prinsarnir voru töluvert við alþýðuskap og tóku sér góðan tíma til að ræða við gesti og gangandi. Daniel Craig, sem um þessar mundir túlkar njósnarann, gaf fjölda eiginhandaráritana og tók meira að segja af sér fatlann sem hægri hönd hans hefur hvílt í undanfarið til að taka í hendur aðdáenda sinna.

Judi Dench, sem leikur leyniþjónustustjórann M, lét sig ekki vanta á forsýninguna þrátt fyrir að vera komin á áttræðisaldur. Hún átti erfitt með að gera upp við sig hvor Bondinn henni hugnaðist betur, Pierce Brosnan eða Daniel Craig. Báðir byggju yfir stórkostlegri kímnigáfu sem væri númer eitt, tvö og þrjú.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.