Eftirmáli umræðu Sigurður Líndal skrifar 16. febrúar 2008 06:00 Umræðan Skipan héraðsdómara Athyglisverð umræða hefur farið fram um löglega og ólöglega stjórnarhætti í tengslum við nýlega skipun héraðsdómara. Umræðan varpar ljósi á margt sem einkennir orðræðu um stjórnmál hér á landi. Þótt nú hafi um sinn svokallað REI-mál og álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um stjórn fiskveiða dregið að sér athygli, sýnist mér umræðan um dómaraskipunina geti varpað vissu ljósi á orð og ummæli manna í þeim málum. SannleikssniðgangaFyrst blasir við að það virðist algert aukaatriði hvort menn segja satt eða ósatt í stjórnmálaumræðu, nema þegar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni verður á fótaskortur. Sjálfsagt virðist að slíta texta úr samhengi til að hagræða umræðu, eins og Björn Bjarnason hefur gert og sýnt var fram á hér í blaði 9. febrúar sl. Ekki er tiltökumál að segja ósatt eins og Birgir Ármannsson gerir í blaðinu 24 stundum 17. janúar sl. þegar hann fullyrðir að því hafi „hvað eftir annað verið haldið fram að ráðherra væri bundinn af mati [dóm]nefndarinnar." Ekkert virðist athugavert við að setja fram almennar fullyrðingar um álitsumleitan, eins og t.d. við ráðningu í tímabundin störf, og leggja það að jöfnu við störf dómnefndar samkvæmt lögum um dómstóla sem Sigurbjörn Magnússon gerir af nokkru steigurlæti í Morgunblaðinu 29. janúar sl. Slík framsetning er villandi og lýsir óheiðarleika í málflutningi. PersónugervingMorgunblaðið hefur frá upphafi leitazt við að persónugera málið og tilgangurinn er augljóslega að vekja samúð með dómaranum og drepa málinu þannig á dreif. Liðsauki barst svo í skrifi Gunnlaugs Jónssonar framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. En þar er ekki látið staðar numið. Stak-Steinar, sbr. t.d. Morgunblaðið 22. des. sl., og Ívar Páll Jónsson blaðamaður, sbr. Morgunblaðið 25. janúar sl., hafa gert skipun formanns dómnefndarinnar í embætti sýslumanns á Ísafirði 1983 að umtalsefni. Stak-Steinar fer með ósannindi og hvorugur þeirra svarabræðra hefur sýnt fram á að gengið hafi verið á svig við reglur sem þá giltu né góða stjórnsýsluhætti. Á rangfærslur Stak-Steinars benti ég í Fréttablaðinu 18. janúar sl. og ekki sá hann neina ástæðu til að bregðast við. Ívar Páll heldur áfram í áðurnefndri grein og tengir skipun dómnefndarformannsins í embætti hæstaréttardómara 1991 við pólitískan klíkuskap og siðspillta menn í Sjálfstæðisflokknum. Hann lætur þess hins vegar ekki getið hvort gengið hafi verið gegn áliti Hæstaréttar, enda var það ekki gert. Sú er þó brotalöm á allri þessari umræðu að málið snýst ekki um persónur, hvorki dómarans, né dómnefndarformannsins, heldur hvort farið hafi verið að lögum og gætt vandaðra stjórnarhátta. Sjálfur hef ég lagt áherzlu á þetta með því að nefna engin nöfn þeirra sem þar koma einkum við sögu. ValdgervingEin vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Andersen, má eiga það að hún talar af fullri hreinskilni: Það á að leggja dómnefndina niður og færa allt skipunarferli dómara undir dómsmálaráðuneytið sagði hún eftir fund í Háskólanum í Reykjavík 23. janúar sl. Þetta er í samræmi við þá skoðun setts dómsmálaráðherra að starf pólitísks aðstoðarmanns dómsmálaráðherra eigi að vega þyngst við mat á hæfni manna til dómarastarfa og sé vænlegast til að tryggja sjálfstæði dómstóla. Hér er leiðarljósið að takmarka sem minnst ráðherraræðið, þannig að það valti ekki einungis yfir löggjafarvaldið, heldur einnig dómsvaldið. Af skrifum Birgis Ármannssonar, Sigurbjörns Magnússonar og Björns Bjarnasonar er ljóst að slíkar skoðanir eiga helzt til mikinn hljómgrunn meðal Sjálfstæðismanna. BókstafstrúVald er samkvæmt þessu ótakmarkað og bundið við bókstaf laganna; því verði einungis reistar skorður með öðru valdboði. Þetta birtist í síendurteknum yfirlýsingum um að álit dómnefndarinnar sé ekki bindandi og því þurfi að setja skýrar reglur um að hve miklu leyti það bindi ráðherra. Hér hvarflar ekki að mönnum að ráðherra setji sjálfur valdi sínu takmörk með því að gefa gaum áliti dómnefndar og huga að því hvers vegna henni var komið á fót. Það hefur allt verið rakið hér í fyrri greinum og að auki í skrifum dómnefndarinnar sjálfrar. UmræðuhefðAllt varpar þetta nokkru ljósi á stjórnmálastörf og stjórnmálaumræður á Íslandi sem hafa nú á síðustum dögum birzt með átakanlegum hætti, ekki sízt í skrifum um stjórn fiskveiða, þar sem blygðunarlaust er tvinnað saman ósannindum, rangfærslum og dylgjum. Það verður efni í aðra grein, jafnvel margar.Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Skipan héraðsdómara Athyglisverð umræða hefur farið fram um löglega og ólöglega stjórnarhætti í tengslum við nýlega skipun héraðsdómara. Umræðan varpar ljósi á margt sem einkennir orðræðu um stjórnmál hér á landi. Þótt nú hafi um sinn svokallað REI-mál og álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um stjórn fiskveiða dregið að sér athygli, sýnist mér umræðan um dómaraskipunina geti varpað vissu ljósi á orð og ummæli manna í þeim málum. SannleikssniðgangaFyrst blasir við að það virðist algert aukaatriði hvort menn segja satt eða ósatt í stjórnmálaumræðu, nema þegar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni verður á fótaskortur. Sjálfsagt virðist að slíta texta úr samhengi til að hagræða umræðu, eins og Björn Bjarnason hefur gert og sýnt var fram á hér í blaði 9. febrúar sl. Ekki er tiltökumál að segja ósatt eins og Birgir Ármannsson gerir í blaðinu 24 stundum 17. janúar sl. þegar hann fullyrðir að því hafi „hvað eftir annað verið haldið fram að ráðherra væri bundinn af mati [dóm]nefndarinnar." Ekkert virðist athugavert við að setja fram almennar fullyrðingar um álitsumleitan, eins og t.d. við ráðningu í tímabundin störf, og leggja það að jöfnu við störf dómnefndar samkvæmt lögum um dómstóla sem Sigurbjörn Magnússon gerir af nokkru steigurlæti í Morgunblaðinu 29. janúar sl. Slík framsetning er villandi og lýsir óheiðarleika í málflutningi. PersónugervingMorgunblaðið hefur frá upphafi leitazt við að persónugera málið og tilgangurinn er augljóslega að vekja samúð með dómaranum og drepa málinu þannig á dreif. Liðsauki barst svo í skrifi Gunnlaugs Jónssonar framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. En þar er ekki látið staðar numið. Stak-Steinar, sbr. t.d. Morgunblaðið 22. des. sl., og Ívar Páll Jónsson blaðamaður, sbr. Morgunblaðið 25. janúar sl., hafa gert skipun formanns dómnefndarinnar í embætti sýslumanns á Ísafirði 1983 að umtalsefni. Stak-Steinar fer með ósannindi og hvorugur þeirra svarabræðra hefur sýnt fram á að gengið hafi verið á svig við reglur sem þá giltu né góða stjórnsýsluhætti. Á rangfærslur Stak-Steinars benti ég í Fréttablaðinu 18. janúar sl. og ekki sá hann neina ástæðu til að bregðast við. Ívar Páll heldur áfram í áðurnefndri grein og tengir skipun dómnefndarformannsins í embætti hæstaréttardómara 1991 við pólitískan klíkuskap og siðspillta menn í Sjálfstæðisflokknum. Hann lætur þess hins vegar ekki getið hvort gengið hafi verið gegn áliti Hæstaréttar, enda var það ekki gert. Sú er þó brotalöm á allri þessari umræðu að málið snýst ekki um persónur, hvorki dómarans, né dómnefndarformannsins, heldur hvort farið hafi verið að lögum og gætt vandaðra stjórnarhátta. Sjálfur hef ég lagt áherzlu á þetta með því að nefna engin nöfn þeirra sem þar koma einkum við sögu. ValdgervingEin vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Andersen, má eiga það að hún talar af fullri hreinskilni: Það á að leggja dómnefndina niður og færa allt skipunarferli dómara undir dómsmálaráðuneytið sagði hún eftir fund í Háskólanum í Reykjavík 23. janúar sl. Þetta er í samræmi við þá skoðun setts dómsmálaráðherra að starf pólitísks aðstoðarmanns dómsmálaráðherra eigi að vega þyngst við mat á hæfni manna til dómarastarfa og sé vænlegast til að tryggja sjálfstæði dómstóla. Hér er leiðarljósið að takmarka sem minnst ráðherraræðið, þannig að það valti ekki einungis yfir löggjafarvaldið, heldur einnig dómsvaldið. Af skrifum Birgis Ármannssonar, Sigurbjörns Magnússonar og Björns Bjarnasonar er ljóst að slíkar skoðanir eiga helzt til mikinn hljómgrunn meðal Sjálfstæðismanna. BókstafstrúVald er samkvæmt þessu ótakmarkað og bundið við bókstaf laganna; því verði einungis reistar skorður með öðru valdboði. Þetta birtist í síendurteknum yfirlýsingum um að álit dómnefndarinnar sé ekki bindandi og því þurfi að setja skýrar reglur um að hve miklu leyti það bindi ráðherra. Hér hvarflar ekki að mönnum að ráðherra setji sjálfur valdi sínu takmörk með því að gefa gaum áliti dómnefndar og huga að því hvers vegna henni var komið á fót. Það hefur allt verið rakið hér í fyrri greinum og að auki í skrifum dómnefndarinnar sjálfrar. UmræðuhefðAllt varpar þetta nokkru ljósi á stjórnmálastörf og stjórnmálaumræður á Íslandi sem hafa nú á síðustum dögum birzt með átakanlegum hætti, ekki sízt í skrifum um stjórn fiskveiða, þar sem blygðunarlaust er tvinnað saman ósannindum, rangfærslum og dylgjum. Það verður efni í aðra grein, jafnvel margar.Höfundur er lagaprófessor.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun