Innlent

Ráðgert að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins fundi í dag

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún munu að öllum líkindum funda með ASÍ og SA í dag.
Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún munu að öllum líkindum funda með ASÍ og SA í dag.

Reiknað er með að ríkisstjórnin boði forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins til fundar síðar í dag, til viðræðna eða kynningar á tillögum stjórnvalda um aðkomu þeirra að gerð kjarasamninga.

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu fram á kvöld í gær og hafa fundað í allan dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þeir eru langt komnir með sína samningagerð, en bæði Alþýðusambandsforystan og forystumenn Samtaka atvinnulífsins vilja sjá tillögur frá ríkisstjórninni, áður en skrifað er undir samninga.

Ef ráðherrar koma fram með hugmyndir sem aðilar vinnumarkaðarins geta sætt sig við, er jafnvel búist við að hægt verði að undirrita nýja kjarasamninga í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×