Innlent

Gunnar Smári afþakkar heiðurinn af falli meirihlutans

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson

Gunnar Smári Egilsson segist ekki trúa því að hann sé svo áhrifaríkur að hann hafi stuðlað að falli meirihluta Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna eins og ýjað hefur verið að.

Hanna Birna Kristjánsdóttir tilkynnti Ólafi um meirihlutaslitin rétt eftir klukkan eitt í dag. Hún hyggst ganga til samstarfs við framsóknarmenn.

Greint hefur verið frá mikill óánægju með þá ákvörðun Ólafs að ráða Gunnar Smára í það verkefni að taka út upplýsingamál fyrir Reykjavíkurborg.

Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að ráðningin hafi verið kornið sem fyllti mælinn í samskiptum Ólafs við sjálfstæðismenn.

Sjálfur segist Gunnar Smári ekki hafa heyrt af þessari óánægju. "En ég held að ég verði að afþakka heiðurinn af því að hafa orðið meirihlutanum að falli," segir hann. "Það hljóta að vera einhverjar aðrar og meiri ástæður að baki þessari ákvörðun."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×