Erlent

Fæti barns bjargað í móðurkviði

Aðeins eitt af hverjum 15.000 börnum lendir í þessu vandamáli í móðurkviði
Aðeins eitt af hverjum 15.000 börnum lendir í þessu vandamáli í móðurkviði

Ástralskir skurðlæknar björguðu fæti barns sem var enn í móðurkviði þegar móðirin var aðeins komin 22 vikur á leið. Aðgerðin var framkvæmd vegna þess að aukavefur úr leginu vafðist um fætur fóstrins. Lasergeisli var notaður til þess að skera vefinn utan af vinstri fætinum en hægri fóturinn var of fastur í vefunum.

Læknar telja að litla stúlkan sem nú er fædd og heitir Leah muni geta gengið fullkomlega með báðum fótum í framtíðinni.

Þetta ásigkomulag fóstrins (Amniotic Band Syndrome) greinist sjaldan fyrir fæðingu og því aðgerð sem þessi einstæð. Um leið og barnið fæddist fór hún síðan í aðgerð til þess að bjarga hægri fætinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×