Viðskipti innlent

Besti tíminn fyrir hertar reglur

Robert Wade á málstofunni í Háskóla Íslands í dag.
Robert Wade á málstofunni í Háskóla Íslands í dag. Mynd/JAB

„Nú um stundir gefst fyrsta tækifærið í hálfa öld til að setja hertar reglur um starfsemi banka og fjármálafyrirtækja," segir Robert Wade, prófessor við London School of Economics. Wade hélt erindi um fjármálakreppuna í alþjóðlegu samhengi í Háskóla Íslands í dag.

Wade sagði áhrif fjármálakreppunnar finna afar víða og hefðu reglur og samþykktir á borð við Basel 2 og alþjóðlega reikningsskilastaðla átt að koma í veg fyrir kreppuna. Það gerðist hins vegar ekki auk þess sem matsfyrirtækin brugðust.

Wade sagði mikilvægt að setja nýjar og strangar reglur en áður hafi þekkst. „Fjármálagjörningar eru vandmeðfarnir, rétt eins og byssur, áfengi og tóbak," sagði hann og benti á að áhrifin væru svipuð.

Hann reiknar hins vegar með hörðum mótmælum úr fjármálageiranum verði reynt að herða reglurnar.

„Fjármálakreppan nú er líkust hjartaáfalli hjá stórreykingamanni. Hún verður ekki löguð með skammtímaaðgerð," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×