Bakarísstelpa stígur fram: Hnetuvínarbrauð afþídd í bakaríum SB skrifar 9. júní 2008 12:58 Suðurver. Fyrrverandi starfsmaður segir hnetuvínarbrauð flutt inn frosin. „Bakkelsið kom næstum allt inn frosið og svo vorum við látin hita það upp," segir Heiðrún Backmann, fyrrverandi starfsmaður Bakarameistarans. Svo virðist sem bakaríin baki ekki bakkelsi á staðnum heldur láti afgreiðslustúlkur hita upp forbakaðar og frostnar vörur. Í viðtali við Vísi fyrir helgi sagði Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, að hjá Bakarameistaranum væru aðeins kleinuhringir fluttir frosnir inn frá útlöndum. Hann gagnrýndi stórmarkaðina fyrir að auglýsa brauð og bakkelsi sem væri „bakað á staðnum" þegar það væri í raun flutt inn frosið. Heiðrún starfaði í bakaríinu Suðurveri frá mars 2007 fram í júní á síðasta ári. „Ég man að hnetuvínarbrauðið, skinkuhornin og kleinuhringirnir kom allt frosið frá útlöndum. Vínarbrauðin, ostarúnnstykkin og hitt kom ekki frá útlöndum en var samt frosið og við vorum látin hita það upp. Það eina sem var ferskt í búðinni voru snúðarnir, brauðin og rúnnstykkin." Heiðrún segir það ekki hafa verið auðvelt að starfa við þessar aðstæður. „Nei, manni leið ekki vel með þetta. Fólk hélt það væri að kaupa nýbakaðar og ferskar vörur." Vísir.is bar ummæli Heiðrúnar undir Vigfús, framkvæmdastjóra Bakarameistarans. Hann sagði það rétt að auk kleinuhringjanna væru hnetuvínarbrauðin flutt inn frá útlöndum. Allt annað bakkelsi væri þó bakað á Íslandi. "Varan er hefuð og forfryst til að hægt sé að flytja á milli staða og svo er hún fullbökuð. Þannig að hún er ekki bara hituð upp. Hún er bökuð. Í stórmörkuðunum eru brauðin hins vegar flutt inn hálfbökuð frosin. Það er himinn og haf þar á milli." Vigfús segir að stóra spurningin sé ekki heldur aðferðin: „Spurningin er ekki aðferðin heldur hvað er innlend framleiðsla eða erlent." Og miðað við uppljóstranir bakarísstelpunnar Heiðrúnar er ljóst að hnetuvínarbrauðin og kleinuhringirnir eru það ekki. Tengdar fréttir Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30 Mest lesið Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
„Bakkelsið kom næstum allt inn frosið og svo vorum við látin hita það upp," segir Heiðrún Backmann, fyrrverandi starfsmaður Bakarameistarans. Svo virðist sem bakaríin baki ekki bakkelsi á staðnum heldur láti afgreiðslustúlkur hita upp forbakaðar og frostnar vörur. Í viðtali við Vísi fyrir helgi sagði Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, að hjá Bakarameistaranum væru aðeins kleinuhringir fluttir frosnir inn frá útlöndum. Hann gagnrýndi stórmarkaðina fyrir að auglýsa brauð og bakkelsi sem væri „bakað á staðnum" þegar það væri í raun flutt inn frosið. Heiðrún starfaði í bakaríinu Suðurveri frá mars 2007 fram í júní á síðasta ári. „Ég man að hnetuvínarbrauðið, skinkuhornin og kleinuhringirnir kom allt frosið frá útlöndum. Vínarbrauðin, ostarúnnstykkin og hitt kom ekki frá útlöndum en var samt frosið og við vorum látin hita það upp. Það eina sem var ferskt í búðinni voru snúðarnir, brauðin og rúnnstykkin." Heiðrún segir það ekki hafa verið auðvelt að starfa við þessar aðstæður. „Nei, manni leið ekki vel með þetta. Fólk hélt það væri að kaupa nýbakaðar og ferskar vörur." Vísir.is bar ummæli Heiðrúnar undir Vigfús, framkvæmdastjóra Bakarameistarans. Hann sagði það rétt að auk kleinuhringjanna væru hnetuvínarbrauðin flutt inn frá útlöndum. Allt annað bakkelsi væri þó bakað á Íslandi. "Varan er hefuð og forfryst til að hægt sé að flytja á milli staða og svo er hún fullbökuð. Þannig að hún er ekki bara hituð upp. Hún er bökuð. Í stórmörkuðunum eru brauðin hins vegar flutt inn hálfbökuð frosin. Það er himinn og haf þar á milli." Vigfús segir að stóra spurningin sé ekki heldur aðferðin: „Spurningin er ekki aðferðin heldur hvað er innlend framleiðsla eða erlent." Og miðað við uppljóstranir bakarísstelpunnar Heiðrúnar er ljóst að hnetuvínarbrauðin og kleinuhringirnir eru það ekki.
Tengdar fréttir Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30 Mest lesið Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30