Íslenski boltinn

Ekki búinn að velja fyrirliða fyrir undankeppni HM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali við Stöð 2 að hann væri ekki búinn að ákveða hver yrði fyrirliði liðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Ísland mætir Slóvakía í vináttulandsleik á morgun en búið er að tilkynna að Kristján Örn Sigurðsson verður með fyrirliðabandið þá. Vekur það athygli en Eiður Smári Guðjohnsen hefur borið bandið þegar hann hefur verið með.

Ólafur var tregur til að svara því hvort Eiður væri búinn að missa fyrirliðabandið. „Ég hef ekki ákveðið hver verður fyrirliði í þessari undankeppni sem við erum að fara í. Ég er að skoða nokkra möguleika," sagði Ólafur.

Þegar Ólafur var spurður að því hvort Hermann Hreiðarsson hefði upphaflega átt að vera fyrirliði í leiknum var svar hans: „Hermann verður ekki með á morgun. Kristján er fyrirliði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×