Þurfum að sækja um aðild að ESB. Bryndís Hólm í Ósló skrifar 9. febrúar 2008 18:45 Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag. Það voru samtök aðildarsinna Noregs að Evrópusambandinu, Evropabevegelsen, sem héldu ráðstefnuna þar sem fjallað var um framtíð og stefnu í Evrópumálum. Árni Páll Árnason og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, voru meðal ræðumanna, en yfirskrift ráðstefnunnar var „Saman á morgun, ESB og EES eftir 50 ár". Árni Páll sagði framtíðarverkefni Evrópu fela í sér svo mikla hagsmuni fyrir Ísland, að óboðlegt væri að hafa ekki bein áhrif á mótun þeirra reglna sem landið byggi við. Hann lagði áherslu á að tugmilljarða kostnaður heimila og fyrirtækja vegna íslensku krónunnar væri hrikalegur, í samanburði við ávinningin sem hlytist á sama tíma af EES samningnum. Ekki sé hægt annað en að horfast í augu við það sem þurfi að gera - að sækja um aðild að ESB. Byrðin annars sé orðin það mikil. „Í framhaldi af því eigum við að geta siglt inn í meiri stöðugleika," sagði Árni Páll. „Við tökum auðvitað ekki upp evru á einum degi, en yfirlýsing okkar um að við hyggjumst taka upp evru mun án efa verða til þess að skapa stöðugleika í samfélaginu og stöðugleika í efnahagslífinu og varða þannig veginn í átt til lægri vaxta og betri kjara í kjölfar upptöku evrunnar síðan í framtíðinni." Erlent Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag. Það voru samtök aðildarsinna Noregs að Evrópusambandinu, Evropabevegelsen, sem héldu ráðstefnuna þar sem fjallað var um framtíð og stefnu í Evrópumálum. Árni Páll Árnason og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, voru meðal ræðumanna, en yfirskrift ráðstefnunnar var „Saman á morgun, ESB og EES eftir 50 ár". Árni Páll sagði framtíðarverkefni Evrópu fela í sér svo mikla hagsmuni fyrir Ísland, að óboðlegt væri að hafa ekki bein áhrif á mótun þeirra reglna sem landið byggi við. Hann lagði áherslu á að tugmilljarða kostnaður heimila og fyrirtækja vegna íslensku krónunnar væri hrikalegur, í samanburði við ávinningin sem hlytist á sama tíma af EES samningnum. Ekki sé hægt annað en að horfast í augu við það sem þurfi að gera - að sækja um aðild að ESB. Byrðin annars sé orðin það mikil. „Í framhaldi af því eigum við að geta siglt inn í meiri stöðugleika," sagði Árni Páll. „Við tökum auðvitað ekki upp evru á einum degi, en yfirlýsing okkar um að við hyggjumst taka upp evru mun án efa verða til þess að skapa stöðugleika í samfélaginu og stöðugleika í efnahagslífinu og varða þannig veginn í átt til lægri vaxta og betri kjara í kjölfar upptöku evrunnar síðan í framtíðinni."
Erlent Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira