Viðskipti erlent

Dræm jólasala í Bandaríkjunum

Reiknað er með að jólasalan hafi verið með dræmasta móti í Bandaríkjunum. Salan jókst hins vegar um 2,4 prósent hjá Wal-Mart.
Reiknað er með að jólasalan hafi verið með dræmasta móti í Bandaríkjunum. Salan jókst hins vegar um 2,4 prósent hjá Wal-Mart. Mynd/AFP

Bandarískar stórverslanir komu heldur verr út úr nýliðnum jólamánuði en vonir stóðu til og eru margir stjórnenda þeirra svartsýnir um framhaldið. Talsverðu munar hins vegar á milli verslana.

Þannig jókst salan um 2,4 prósent hjá verslanarisanum Wal-Mart í mánuðinum á meðan salan dróst saman hjá flestum, þar á meðal um 7,5 prósent hjá verslanakeðjunni JC Penny og átta prósent hjá Limited Brands, eiganda undirfataverslananna Victoria Secret. Limited Brands lækkaði horfur sínar á árinu í samræmi við samdrátt í einkaneyslu vestanhafs.

Uppgjörstíðin fyrir síðasta ár hófst í Bandaríkjunum í gærkvöldi og eiga margar stórverslanir því eftir að birta afkomutölur sínar. Fréttaveita Bloomberg bendir á það í dag, að útlit sé fyrir að jólaverslun vestanhafs muni verða ein sú versta í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×