NBA: Enn líf í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 09:30 Ime Udoka reynir hér að stöðva Boris Diaw með öllum tiltækum ráðum í gær. Nordic Photos / AFP New Orleans og Cleveland eru á góðri leið með að komast í undanúrslit sinna deilda en Detroit og Phoenix héldu lífi í sínum rimmum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gær og nótt. Phoenix vann frábæran sigur á San Antonio, 105-86, þar sem Boris Diaw fór hreinlega á kostum. Hann var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf átta fráköst. Það sem meira er, hann náði að halda Tony Parker í skefjum í leiknum. Phoenix byrjaði leikinn af krafti og náði snemma góðri forystu sem liðið lét aldrei af hendi. Í seinni hálfleik var forystan sjaldan minni en 20 stig. Fyrir leikinn í gær hafði San Antonio unnið fyrstu þrjá leiki í rimmunni og hefði með sigri í gær tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Phoenix hefði þar með orðið fyrsta liðið til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Liðin mætast næst á þriðjudagskvöldið í San Antonio og munu leikmenn Phoenix freista þess öðru sinni að halda lífi í tímabilinu sínu og vinna San Antonio á heimavelli þeirra að minnsta kosti einu sinni. Tony Parker skoraði átján stig, Tim Duncan fjórtán og Manu Ginobili tíu fyrir San Antonio en það er langt undir meðaltali þeirra í fyrstu þremur leikjum þeirra í rimmunni. Damon Stoudamire var auk þeirra sá eini sem skoraði meira en tíu stig í leiknum en hann var með ellefu. Raja Bell átti einnig frábæran leik en hann skoraði 27 stig. Diaw kom næstur með 20 stig en þeir Steve Nash og Leandro Barbosa voru báðir með fimmtán. Shaquille O'Neal skoraði fjórotán stig og tók tólf fráköst. New Orleans vann Dallas á útivelli, 97-84, og komst þar með í 3-1 forystu í rimmu liðanna. Útlitið er ekki bjart hjá Dallas sem virðast ekkert ráðast við Chris Paul, David West og félaga. Dallas hefur tapað átta útileikjum í röð í úrslitakeppninni og þarf nú að vinna næsta leik á heimavelli New Orleans til að forðast það að detta úr leik. Þetta var hins vegar fyrsti sigur New Orleans í Dallas í tólf tilraunum síðan 1998 en liðið hefur auk þess ekki unnið rimmu í úrslitakeppninni síðan 2002. Dallas tapaði í fyrra fyrir Golden State í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og útlitið er ekki bjart nú. Liðið komst alla leið í úrslitin árið 2006 þar sem liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas byrjaði betur í leiknum í gær en New Orleans náði forystunni áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir héldu þægilegu forskoti í þriðja leikhluta og keyrðu svo yfir heimamenn í þeim fjórða. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 22 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst og Jason Terry kom næstur með 20 stig. Jason Kidd átti skelfilegan leik, skoraði þrjú stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hjá New Orleans var West stigahæstur með 24 stig, Peja Stojakovic skoraði nítján og Paul var með sextán, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Dallas og Phoenix fengu bæði til sín sterka leikmenn skömmu fyrir úrslitakeppnina (Dallas fékk Kidd og Phoenix fékk Shaq) en svo virðist sem að þau skipti hafi ekki borgað sig þar sem bæði lið eiga litla sem enga möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Detroit vann Philadelphia, 93-84, þar sem öflug frammistaða í síðari hálfleik sá til þess að liðið tapaði ekki þriðja leik sínum í rimmunni. Staðan í rimmunni er nú 2-2 og mætast liðin næst á heimavelli Detroit sem fyrir rimmunna var talið mun sigurstranglegra. Flestir reikna nú með því að þeir vinni 4-2 sigur í rimmunni. Tayshaun Prince var með 23 stig og Rasheed Wallace 20 og tíu fráköst. Detroit lenti tíu stigum undir í fyrri hálfleik en vann þriðja leikhlutann með 34 stigum gegn sextán og þar með öruggan sigur í leiknum. Thaddeus Young var stigahæstur hjá Philadelphia með fimmtán stig en Andre Igoudala skoraði aðeins tólf stig en hann hitti úr aðeins fjórum af sextán skotum sínum utan af velli í leiknum. Samuel Dalbert var með tólf stig og tólf fráköst. Rip Hamilton og Chauncey Billups bætti hver við átján stigum fyrir Detroit. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 100-97, og er þar með komið í 3-1 í rimmu liðanna. Cleveland getur því klárað dæmið á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Delonte West skoraði sigurkörfu leiksins þegar 5,4 sekúndur voru til leiksloka er hann setti niður þrist. Hann skoraði 21 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 34 stig. Antawn Jamison skoraði 23 stig fyrir Washington, Caron Butler nítján og Brendan Haywood sextán. NBA Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
New Orleans og Cleveland eru á góðri leið með að komast í undanúrslit sinna deilda en Detroit og Phoenix héldu lífi í sínum rimmum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gær og nótt. Phoenix vann frábæran sigur á San Antonio, 105-86, þar sem Boris Diaw fór hreinlega á kostum. Hann var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf átta fráköst. Það sem meira er, hann náði að halda Tony Parker í skefjum í leiknum. Phoenix byrjaði leikinn af krafti og náði snemma góðri forystu sem liðið lét aldrei af hendi. Í seinni hálfleik var forystan sjaldan minni en 20 stig. Fyrir leikinn í gær hafði San Antonio unnið fyrstu þrjá leiki í rimmunni og hefði með sigri í gær tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Phoenix hefði þar með orðið fyrsta liðið til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Liðin mætast næst á þriðjudagskvöldið í San Antonio og munu leikmenn Phoenix freista þess öðru sinni að halda lífi í tímabilinu sínu og vinna San Antonio á heimavelli þeirra að minnsta kosti einu sinni. Tony Parker skoraði átján stig, Tim Duncan fjórtán og Manu Ginobili tíu fyrir San Antonio en það er langt undir meðaltali þeirra í fyrstu þremur leikjum þeirra í rimmunni. Damon Stoudamire var auk þeirra sá eini sem skoraði meira en tíu stig í leiknum en hann var með ellefu. Raja Bell átti einnig frábæran leik en hann skoraði 27 stig. Diaw kom næstur með 20 stig en þeir Steve Nash og Leandro Barbosa voru báðir með fimmtán. Shaquille O'Neal skoraði fjórotán stig og tók tólf fráköst. New Orleans vann Dallas á útivelli, 97-84, og komst þar með í 3-1 forystu í rimmu liðanna. Útlitið er ekki bjart hjá Dallas sem virðast ekkert ráðast við Chris Paul, David West og félaga. Dallas hefur tapað átta útileikjum í röð í úrslitakeppninni og þarf nú að vinna næsta leik á heimavelli New Orleans til að forðast það að detta úr leik. Þetta var hins vegar fyrsti sigur New Orleans í Dallas í tólf tilraunum síðan 1998 en liðið hefur auk þess ekki unnið rimmu í úrslitakeppninni síðan 2002. Dallas tapaði í fyrra fyrir Golden State í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og útlitið er ekki bjart nú. Liðið komst alla leið í úrslitin árið 2006 þar sem liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas byrjaði betur í leiknum í gær en New Orleans náði forystunni áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir héldu þægilegu forskoti í þriðja leikhluta og keyrðu svo yfir heimamenn í þeim fjórða. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 22 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst og Jason Terry kom næstur með 20 stig. Jason Kidd átti skelfilegan leik, skoraði þrjú stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hjá New Orleans var West stigahæstur með 24 stig, Peja Stojakovic skoraði nítján og Paul var með sextán, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Dallas og Phoenix fengu bæði til sín sterka leikmenn skömmu fyrir úrslitakeppnina (Dallas fékk Kidd og Phoenix fékk Shaq) en svo virðist sem að þau skipti hafi ekki borgað sig þar sem bæði lið eiga litla sem enga möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Detroit vann Philadelphia, 93-84, þar sem öflug frammistaða í síðari hálfleik sá til þess að liðið tapaði ekki þriðja leik sínum í rimmunni. Staðan í rimmunni er nú 2-2 og mætast liðin næst á heimavelli Detroit sem fyrir rimmunna var talið mun sigurstranglegra. Flestir reikna nú með því að þeir vinni 4-2 sigur í rimmunni. Tayshaun Prince var með 23 stig og Rasheed Wallace 20 og tíu fráköst. Detroit lenti tíu stigum undir í fyrri hálfleik en vann þriðja leikhlutann með 34 stigum gegn sextán og þar með öruggan sigur í leiknum. Thaddeus Young var stigahæstur hjá Philadelphia með fimmtán stig en Andre Igoudala skoraði aðeins tólf stig en hann hitti úr aðeins fjórum af sextán skotum sínum utan af velli í leiknum. Samuel Dalbert var með tólf stig og tólf fráköst. Rip Hamilton og Chauncey Billups bætti hver við átján stigum fyrir Detroit. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 100-97, og er þar með komið í 3-1 í rimmu liðanna. Cleveland getur því klárað dæmið á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Delonte West skoraði sigurkörfu leiksins þegar 5,4 sekúndur voru til leiksloka er hann setti niður þrist. Hann skoraði 21 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 34 stig. Antawn Jamison skoraði 23 stig fyrir Washington, Caron Butler nítján og Brendan Haywood sextán.
NBA Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira