Veigar Páll: Leyfilegt að vera pirraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 15:29 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Mynd/SNS Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira