Magnús bíður eftir ákvörðun þjálfarans 25. apríl 2008 20:39 Magnús Gunnarsson smellir kossi á enn einn bikarinn í Keflavík í gær Mynd/Daniel Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram." Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram."
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira