Innlent

Lögreglan stuggaði við unglingum á Miklubraut

Unglingarnir sem mótmæltu háu bíómiðaverði í dag gripu til þess að stöðva umferð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Nokkuð lið lögreglu kom á staðinn og stuggaði við unglingunum sem flest létu sér segjast og hurfu á braut. Að sögn vaktstjóra lögreglunnar eru þó enn nokkrir krakkar á vappi um svæðið.

Töluverðar umferðartafir sköpuðust af þessum sökum á Miklubrautinni enda um annatíma að ræða. Lögregla segir að unglingarnir hafi ekki veitt mótspyrnu þegar þeim var komið af götunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×