„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Breki Logason skrifar 19. ágúst 2008 14:51 Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. MYND/DANÍEL RÚNARSSON Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa." Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa."
Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti