„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Breki Logason skrifar 19. ágúst 2008 14:51 Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. MYND/DANÍEL RÚNARSSON Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa." Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa."
Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sjá meira
Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins