„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Breki Logason skrifar 19. ágúst 2008 14:51 Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. MYND/DANÍEL RÚNARSSON Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa." Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa."
Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08