Íslenski boltinn

Mikilvægur sigur Stjörnunnar - KS/Leiftur fallið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Selfyssingar og Stjörnumenn eru í harðri baráttu um sæti í Landsbankadeildinni.
Selfyssingar og Stjörnumenn eru í harðri baráttu um sæti í Landsbankadeildinni.
Stjörnumenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Víkingi í kvöld en Halldór Orri Björnsson tryggði sínum mönnum sigri með marki á lokamínútu leiksins. Lokatölur voru 2-1.

Hefði Stjarnan ekki unnið í kvöld væru Eyjamenn nú öryggir með sæti í efstu deild en leik þeirra við Njarðvík í kvöld var frestað. Þeim dugir sigur í þeim leik til að tryggja sér sæti í Landsbankadeildinni.

Selfyssingar eru þó enn í öðru sæti deildarinnar eftir 3-1 sigur á KS/Leiftri. Liðið er nú þremur stigum á eftir ÍBV og enn tveimur á undan Stjörnunni þegar tvær umferðir eru eftir.

Leiknir vann 1-0 sigur á Haukum í Hafnarfirði í kvöld sem gerir það að verkum að KS/Leiftur er nú fallið. Liðið er í neðsta sæti með tólf stig, átta stigum á eftir Leikni sem er í tíunda sæti. Njarðvík er nú fimm stigum á eftir Leikni í næstneðsta sæti en Njarðvíkingar eiga þó leik til góða.

Fjarðabyggð er 20 stig, rétt eins og Leiknir, en á leik til góða.

Þórsarar kvöddu einnig falldrauginn niður í kvöld með 2-1 sigri á grönnum sínum í KA. Þór er nú með 24 stig.

Það eru því aðeins Fjarðabyggð, Leiknir og Njarðvík sem eiga möguleika á því að falla með KS/Leiftri.

Úrslit kvöldsins:

Víkingur - Stjarnan 1-2

1-0 Jimmy Hoyer, víti (40.)

1-1 Magnús Björgvinsson (48.)

1-2 Halldór Orri Björnsson (90.)

Haukar - Leiknir 0-1

0-1 Jakob Spangsberg (20.)

Selfoss - KS/Leiftur 3-1

KA - Þór 1-3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×