Sport

Sögulegt spretthlaupseinvígi á föstudag

Usain Bolt hefur sett nýjar línur í 100 metra hlaupinu
Usain Bolt hefur sett nýjar línur í 100 metra hlaupinu NordicPhotos/GettyImages

Reikna má með því að heimsmetið í 100 metra hlaupi verði í mikilli hættu á föstudaginn þegar þrír fljótustu menn jarðar munu keppa sín á milli á Van Damme mótinu í Belgíu.

Heimsmetshafinn og Ólympíumeistarinn Usain Bolt mun þar etja kappi við landa sinn Asafa Powell og Bandaríkjamanninn Tyson Gay í 100 metra hlaupi.

Bolt átti líklega bestu tilþrif Ólympíuleikanna í Peking þegar hann setti heimsmet í 100 metra hlaupi þrátt fyrir að "dansa" síðustu metrana í mark og verður væntanlega illviðráðanlegur á mótinu um helgina.

Þremenningarnir eiga sín á milli 10 bestu tímana sem settir hafa verið í 100 metra hlaupi í sögunni, svo hætt er við því að spennan verði rafmögnuð á hlaupabrautinni á föstudaginn.

Hér fyrir neðan má sjá sex bestu tímana sem náðst hafa í 100 metra hlaupi:

9.69: Usain Bolt

9.72: Asafa Powell, Usain Bolt

9.74: Asafa Powell

9.76: Usain Bolt

9.77: Asafa Powell x3, Tyson Gay

9.78: Asafa Powell

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×