Sport

Nadal vann Asturias-verðlaunin

AFP

Tenniskappinn Rafael Nadal var í dag sæmdur Asturias heiðursverðlaununum sem veitt eru úr sjóði sem stofnaður var í nafni Felipe krónpris á Spáni.

Nadal hefur átt frábært ár þar sem hann vann m.a. sigur á Wimbledon og opna franska meistaramótinu og Ólympíuleikunum. Þá velti hann Roger Federer úr efsta sæti styrkleikalistans í fyrsta skipti í 235 vikur.

Spretthlauparinn Usain Bolt, sundkappinn Michael Phelps og spænska knattspyrnulandsliðið voru á meðal þeirra sem tilnefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni.

Á meðal íþróttamanna sem hlotið hafa þessi heiðursverðlaun má nefna tennisdrottninguna Stefi Graf, hjólreiðakappann Lance Armstrong og formúluökuþórinn Michael Schumacher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×