Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eitt marka Vålerenga í 3-0 sigri liðsins á HamKam í kvöld.
Gunnar Heiðar kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði svo markið á 79. mínútu.
Með sigrinum komst Vålerenga upp í sjötta sæti deildarinnar og er nú með fjórtán stig, rétt eins og Rosenborg. HamKam er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með fimm stig.
Gunnar Heiðar skoraði í sigri Vålerenga
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
