Erlent

Aðvörunarkerfi fyrir jarðskjálfta á leiðinni?

Jarðskjálftasprungan úr síðasta Suðurlandsskjálfta
Jarðskjálftasprungan úr síðasta Suðurlandsskjálfta

Vísindamenn hjá Nasa nálgast það að geta spáð fyrir um jarðskjálfta en þeir fundu út að náin tengsl eru á milli raftruflana í jaðri lofthjúps okkar og yfirvofandi jarðskjálfta á jörðu niðri. Út frá þessum tengslum telja þeir að hægt sé að búa til aðvörunarkerfi fyrir jarðskjálfta.

Margir í vísindaheiminum er þó efins um að þessar truflanir bendi til þess að jarðskjálfti sé í nánd. Þrátt fyrir margra ára rannsóknir hefur ekki enn tekist að finna neina leið til að spá fyrir um jarðskjálfta. En flestir vísindamenn eru þó sammála um að eitthvert form af aðvörunarkerfi gæti bjargað mannslífum.

Litið var á meira en 100 jarðskjálfta í Taiwan sem voru stærri en 5 á Richter og áttu sér stað yfir nokkra áratugi. Rannsakendur fundu út að raftruflanir áttu sér stað í rafhvolfinu á undan flestum jarðskjálftum. Hins vegar er ekki vitað af hvaða stærðargráðu áhrifin eru og hve lengi þau vara áður en jarðskjálftinn á sér stað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×