Formúla 1

Stjörnuslagur á Wembley í dag

Kappakstursbrautin á Wembley var rennandi blaut á æfingum í gær og sumir ökumenn vonast eftir blautri braut í dag.
Kappakstursbrautin á Wembley var rennandi blaut á æfingum í gær og sumir ökumenn vonast eftir blautri braut í dag. Mynd: Getty Images

Fjöldi þekkta kappakstursökumanna og nýkrýndir meistara í akstursíþróttum takast á í kappakstri í Wembley í dag. Meistaramót ökumanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Útsending hefst kl. 14.00 og opnunaratriðið er spyrna Formúlu 1 meistarans Lewis Hamilton á 670 hestafla Mercedes og Olympíumeistarans í hjólreiðum. Síðan tekur við meistrakepppni á milli landa í akstri á malbikaðri samhliða braut, þar sem Michael Schumacher og Sebastian Vettel reyna að verja titil Þýskalands.

Seinna um daginn keppa þeir og 16 aðrir í einstaklingskeppni á brautinni en á milli verða ýmis sýningaratriði, m.a. mun Hamilton þeysa á Formúlu 1 bíl sínum um brautina, auk þess sýnd verða ýmis áhættuatriði á mótorhjólum og fleiri farartækjum.

Rigning var á æfingum á brautinni í gær og sumir ökumenn vonast eftir ringingu í dag, til að gera brautina enn erfiðari en ella.

Sjá nánar um mótið hér














Fleiri fréttir

Sjá meira


×