Íslensk tónlist kynnt í LA 29. október 2008 04:00 Anna Hildur segir að umfjöllun tímaritsins Music Week um ráðstefnuna You Are in Control hafi komið skemmtilega á óvart. Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Kynningin verður haldin í tengslum við tónlistarráðstefnu sem verður haldin í Los Angeles. Lanette Phillips, sem sótti ráðstefnuna Are You in Control hér á landi á dögunum og er einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, skipuleggur kynninguna í samstarfi við Sigurjón Sighvatsson. Þar verður viðstatt áhrifamikið fólk sem sér um að velja tónlist í kvikmyndir og auglýsingar. „Þetta er ný aðferð hjá okkur í Iceland Music Export til að koma músík á framfæri," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Næsta verkefni er að byrja undirbúning og fjármögnun á þessu verkefni." You Are in Control fékk nýverið góða dóma og mikla umfjöllun í tímaritinu Music Week. „Það kom skemmtilega á óvart að Music Week skyldi gefa þessu svona mikla umfjöllun og gera þessu svona góð skil. Við höfum fengið alveg gífurlega góð viðbrögð bæði við hátíðinni [Iceland Airwaves] og ráðstefnunni," segir Anna Hildur. „Ég er mjög ánægð með að það skuli skila sér í svona miklum mæli í einhvers konar viðskiptum eða samskiptum við þetta fólk sem kom á ráðstefnuna. Það er bara vika síðan þetta er búið og það er allt á fullu úti um allt." - fb Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Kynningin verður haldin í tengslum við tónlistarráðstefnu sem verður haldin í Los Angeles. Lanette Phillips, sem sótti ráðstefnuna Are You in Control hér á landi á dögunum og er einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, skipuleggur kynninguna í samstarfi við Sigurjón Sighvatsson. Þar verður viðstatt áhrifamikið fólk sem sér um að velja tónlist í kvikmyndir og auglýsingar. „Þetta er ný aðferð hjá okkur í Iceland Music Export til að koma músík á framfæri," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Næsta verkefni er að byrja undirbúning og fjármögnun á þessu verkefni." You Are in Control fékk nýverið góða dóma og mikla umfjöllun í tímaritinu Music Week. „Það kom skemmtilega á óvart að Music Week skyldi gefa þessu svona mikla umfjöllun og gera þessu svona góð skil. Við höfum fengið alveg gífurlega góð viðbrögð bæði við hátíðinni [Iceland Airwaves] og ráðstefnunni," segir Anna Hildur. „Ég er mjög ánægð með að það skuli skila sér í svona miklum mæli í einhvers konar viðskiptum eða samskiptum við þetta fólk sem kom á ráðstefnuna. Það er bara vika síðan þetta er búið og það er allt á fullu úti um allt." - fb
Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira